Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
221. fundur 14. maí 2021 kl. 12:00 - 12:48 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Anna Ragnheiður og Sigríður eru viðstaddar fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Meltutankur á Þingeyri, umsókn um lóð - 2020030079

Kynnt bréf Víðis Arnar Guðmundssonar, f.h. Arctic Protein ehf., ódags., þar sem kynntur er nýr valkostur um staðsetningu meltutanks á Þingeyri og óskað eftir áliti hafnarstjórnar.

Fyrri tillögur um staðsetningu voru kynntar á 212. fundi hafnarstjórnar þann 26. maí 2020.
Hafnarstjóri kynnir tillögu að staðsetningu og rifjar upp ferli málsins hingað til.
Hafnarstjórn telur að tillagan sem liggur fyrir sé ekki framkvæmanleg vegna plássleysis og að þrengt yrði um of að athafnasvæði. Hafnarstjórn verður því að hafna tillögunni.
Hafnarstjórn telur að starfsemi af þessu tagi sé best fyrir komið á landfyllingu sem væri útbúin vestan við löndunarbryggju.
Hafnarstjórn óskar eftir því að skipulags- og mannvirkjanefnd taki málið upp aftur með þessar athugasemdir til hliðsjónar.
Fylgiskjöl:

2.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagt fram bréf Kjartans Elíassonar, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 7. maí 2021, þar sem kynnt er niðurstaða útboðs í niðurrekstur stálþils á Sundabakka.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Hagtak: 444.250.000 kr.
Ísar ehf: 396.001.000 kr.
Borgarverk: 393,783,000 kr.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 369.489.300 kr.

Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Borgarverk ehf.
Hafnarstjóri fer yfir kostnaðaráætlun og stöðu verksins.
Hafnarstjórn samþykkir að taka lægsta tilboði.

3.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Lögð fram fundargerð 434. fundar Hafnasambands Íslands sem fram fór föstudaginn 30. apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:48.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?