Hafnarstjórn

220. fundur 27. apríl 2021 kl. 12:15 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Jóhann Bæring Pálmason varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir Upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Jóhann Bæring var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Þróun hafnarsvæðis - framhaldsrannsókn - 2021040067

Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 21. apríl 2021, þar sem kynnt er beiðni Majid Eskafi um framlengingu á samningi við hafnir Ísafjarðarbæjar vegna framhaldsrannsóknar á þróun hafnarsvæðis á Ísafirði.
Hafnarstjóri kynnir fyrirhugaða framhaldsrannsókn Majid Eskafi og fyrirkomulag fyrri samstarfssamnings.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.

2.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 21. apríl 2021, varðandi tilboð í viðbótarstál í suðurenda Sundabakka.
Hafnarstjórn samþykkir framkomið tilboð.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?