Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
214. fundur 24. september 2020 kl. 12:00 - 13:33 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Jóhann Bæring Gunnarsson varamaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir varamaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124

Frummatsskýrsla Verkís um Sundabakka, dags. september 2020, lögð fram til samþykktar.

Gunnar Páll Eydal, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Verkís, mætir til fundar til að kynna skýrsluna og til að ræða fyrirkomulag kynningar fyrir íbúum Ísafjarbæjar.
Gunnar Páll Eydal kynnir frummatsskýrslu Sundabakka.

Hafnarstjórn þakkar fyrir kynninguna og samþykkir frummatsskýrsluna.

Hafnarstjóra falið að skipuleggja kynningu fyrir íbúum í samráði við Gunnar Pál.

Hafnarstjórn vísar frummatsskýrslu til kynningar í bæjarráði.
Gunnar Páll yfirgefur fundinn kl. 12:46.

Gestir

  • Gunnar Páll Eydal - mæting: 12:00

2.Endurbygging löndunarkants á Suðureyri - 2019030066

Lagt fram til kynningar minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 23. september sl., þar sem farið er yfir stöðu framkvæmda við endurbyggingu löndunarkants á Suðureyri.
Minnisblað lagt fram til kynningar.

Hafnarstjóri fer yfir stöðu framkvæmda. Fyrirhuguð verklok eru 15. október og er líklegt að ekki verði farið langt yfir þann tíma enda gengur verkið vel.

3.Suðurtangi - umhverfismál - 2018060058

Hafnarstjóri fer yfir stöðu umhverfismála og hreinsunar á Suðurtanga á Ísafirði.
Umhverfismál á Suðurtanga rædd.

Að sögn hafnarstjóra hafa Ísafjarðarhafnir á þessu ári notað um 1,7 milljónir króna í að farga drasli sem hefur verið skilið eftir á landi Ísafjarðarbæjar á Suðurtanga.

Einnig kemur fram að bátar sem fjarlægðir voru frá Flateyri eftir snjóflóðin 14. janúar sl. bíði flutnings af svæðinu.

4.Innovative solutions for sustainable tourism in Nordic harbor towns - 2019050056

Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, fer yfir stöðu samnorræns verkefnis Nordic Innovation um sjálfbæra móttöku skemmtiferðaskipa.
Staða verkefnis kynnt, en fyrirhugað er að Ísafjarðarbær taki þátt í öðrum fasa verkefnisins sem felur í sér aðkomu að tilraunaverkefnum sem miða að því að nýta nýsköpun í að gera móttöku skemmtiferðaskipa sjálfbærari hvað varðar bæði umhverfi og samfélag.

5.Fyrirspurn vegna öryggisáætlunar Flateyrarhafnar - 2020090063

Lagt fram bréf Ingva Hrafns Óskarssonar lögmanns á Lögfræðistofu Reykjavíkur, f.h. Tómasar Patriks Sigurðarsonar, dags. 17. september 2020, þar sem óskað er upplýsinga um öryggisáætlun Flateyrarhafnar og annarra mála er varða ofanflóðahættu á hafnarsvæðinu á Flateyri.

Á 1122. fundi bæjarráðs þann 21. september 2020, var málinu vísað til hafnarstjórnar.
Bréf lagt fram til kynningar.

Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram.

6.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067

Lögð fram fundargerð 425. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:33.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?