Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
212. fundur 26. maí 2020 kl. 12:00 - 12:44 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Jóhann Bæring Pálmason varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124

Kynnt áfanganiðurstaða vinnufundar vegna skipulags hafnasvæðis á Ísafirði sem haldinn var þriðjudaginn 19. maí sl.
Hafnarstjóri kynnir samantekt Gunnars Páls Eydal, umhverfis- og auðlindafræðings hjá Verkís, með áfanganiðurstöðu vinnufundar vegna skipulags hafnasvæðis á Ísafirði.

Umræður um fyrirkomulag á kynningu fyrir hagsmunaaðila fóru fram en lokaskýrsla um vinnuna er áætluð að verði birt í lok sumars 2020.

Hafnarstjórn samþykkir að halda verki áfram í samræmi við tillögur í áfanganiðurstöðu.

Hafnarstjóra falið að ræða við Verkís um kostnaðaráætlun vegna framhalds verkefnisins.

2.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2019 - 2019110062

Kynnt drög að ársreikningi hafnarsjóðs fyrir árið 2019.
Drög að ársreikningi hafnarsjóðs fyrir árið 2019 lögð fram til kynningar.

Hafnarstjóri fer yfir helstu niðurstöður.

Hafnarstjórn þakkar fyrir góðar upplýsingar.

3.Meltutankur á Þingeyri, umsókn um lóð - 2020030079

Kynnt umsögn íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri um staðsetningu meltutanks sem er svohljóðandi:
Við styðjum tillögu nr. 1 og erum sammála því að tillaga 2 henti alls ekki fyrir þessa starfsemi. Um er að ræða að oliutankur muni aftur rísa við hafnarbakka við hliðina á Bjarnaborg. Meltutankurinn á að taka við
úrgangi úr fiski tengdum laxeldinu en hentar einnig fyrir annan fiskúrgang í stað þess að honum sé hent í sjó. Við teljum að svæði í tillögu 1 henti best og það verði til þess að tekið verði til á þessari lóð. Á lóðinni er mikið dót frá útgerðum en bærinn þarf að finna og útvega geymslusvæði. Þessi tankur rís á atvinnu,-og athafnarsvæði og það er það sem við þurfum til að efla atvinnutækifæri. Þeir sem hanna og teikna búnað segja að ekki eigi að fylgja þessari starfsemi lykt.
Umsögn lögð fram til kynningar.

4.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067

Lögð fram til kynningar fundargerð 422. fundar Hafnasambands Íslands sem fram fór 27. apríl sl.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:44.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?