Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
210. fundur 09. mars 2020 kl. 12:00 - 13:03 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Jóhann Bæring Gunnarsson varamaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri
Dagskrá
Birgir Gunnarsson, nýráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, situr fundinn.

1.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði 14.1.2020 - 2020010042

Fyrir fundinum liggur lokaskýrsla unnin af starfshópi sem skipaður var á vegum forsætisráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis til að koma með tillögur um atvinnu og uppbyggingarmál á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna 14. janúar sl.
Lokaskýrsla starfshóps kynnt. Hafnarstjóri fer yfir stöðuna varðandi aðgerðir á Flateyri í kjölfar flóðanna.

2.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Ragnar Ágúst Kristinsson, fyrir hönd Amazing Westfjords, sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðugám á Mávagarði, skv. meðfylgjandi umsókn dags. 19.09.2019.

Skipulags- og mannvirkjanefnd ítrekar að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og hvetur fyrirtækið til að leita varanlegra lausna. Erindi er vísað til hafnarstjórnar til afgreiðslu þar sem staðsetning gáms er á hafnarsvæði.
Hafnarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs en vísar í bókun skipulags- og mannvirkjanefndar um að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

3.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Kristján Andri Guðjónsson, Útgerðarfélaginu Ískróki, sækir um stöðuleyfi fyrir frystigám við Sindragötu 9, skv. meðfylgjandi umsókn dags. 10.10.2019.

Skipulags- og mannvirkjanefnd ítrekar að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og hvetur fyrirtækið til að leita varanlegra lausna. Erindi er vísað til hafnarstjórnar til afgreiðslu þar sem staðsetning gáms er á hafnarsvæði.
Hafnarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs en vísar í bókun skipulags- og mannvirkjanefndar um að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

4.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson, Heiðmýri ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gámstæður sem nýtast til að girða af svæðið. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 20.1.2020 og loftmynd.

Skipulags- og mannvirkjanefnd ítrekar að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og hvetur fyrirtækið til að leita varanlegra lausna. Erindi er vísað til hafnarstjórnar til afgreiðslu þar sem staðsetning gáms er á hafnarsvæði.
Hafnarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs en vísar í bókun skipulags- og mannvirkjanefndar um að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

5.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Gunnlaugur Finnbogason f.h. Fiskverkunar Finnboga ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir fjóra frystigáma við Sindragötu 9, Ísafirði. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 24. janúar 2020 og loftmynd.

Skipulags- og mannvirkjanefnd ítrekar að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og hvetur fyrirtækið til að leita varanlegra lausna. Erindi er vísað til hafnarstjórnar til afgreiðslu þar sem staðsetning gáms er á hafnarsvæði.
Hafnarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs en vísar í bókun skipulags- og mannvirkjanefndar um að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

6.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Jóhann Ólafsson f.h. Íssins ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir ísgeymslugám að Sindragötu 13b, Ísafirði. Fylgiskjal er undirrituð umsókn dags. 27. janúar 2020.

Skipulags- og mannvirkjanefnd ítrekar að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og hvetur fyrirtækið til að leita varanlegra lausna. Erindi er vísað til hafnarstjórnar til afgreiðslu þar sem staðsetning gáms er á hafnarsvæði.
Hafnarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs en vísar í bókun skipulags- og mannvirkjanefndar um að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

7.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Guðlaugur Pálsson, f.h. N1 ehf., sækir um stöðuleyfi fyrir olíugeymi við Flateyrarhöfn, skv. meðfylgjandi umsókn dags. 21.02.2020.
Hafnarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs en felur hafnarstjóra að ræða við bréfritara um varanlega lausn.

8.Hafnadeild Vegagerðar Íslands - 2020030013

Kynning á skipulagi og starfsemi hafnadeildar Vegagerðar Íslands.
Lagt fram til kynningar.

9.Samráðshópur um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni - 2020030010

Fyrir fundinum liggur skýrsla eftir fund verkefna- og samráðshóps er varðar eftirlit með fiskveiðilögsögu Íslands.
Lagt fram til kynningar.

10.Komur skemmtiferðaskipa - ýmis mál 2020-2021 - 2020030012

Undanþága frá hafnsöguskyldu.
Fyrir fundinum liggja tvö bréf rituð af Hermanni Guðmundssyni f.h. Iceland Pro Cruises og skipstjóranna Harve Parage og Jeremy Kingston, dags. 13.02.2020 með lista yfir þær dagsetningar sem skipið Ocean Diamond er áætlað til Ísafjarðar.
Hafnarstjórn samþykkir erindið og felur hafnarstjóra að útfæra samkomulag við skipafélagið.

11.Umsókn um lóð - Mávagarður E - 2019110063

Brynjar Ingason, f.h. Kampa ehf., sækir um hluta af lóð E á Mávagarði á Ísafirði miðað við að núverandi lóð yrði skipt í tvennt.
Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 24. febrúar 2020 og loftmynd.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

12.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 419. og 220. fundar Hafnasambands Íslands.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

13.Hafnir Ísafjarðarbæjar - ýmis mál 2019-2020 - 2019050049

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 20. og 21. fundar Siglingaráðs, dags. 7. nóvember 2019 og 5. desember 2019.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:03.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?