Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
209. fundur 23. janúar 2020 kl. 12:00 - 13:14 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Marzellíus Sveinbjörnsson, formaður hafnarstjórnar, leggur til að mál 2020010069 um aðgengi að eða leigu á dráttarbát verði tekið á dagskrá hafnarstjórnar með afbrigðum. Tillagan samþykkt samhljóða og verður þá málið 7. liður á dagskrá.

1.María Júlía - 2018050072

Umræður um framtíðaráform með Maríu Júlíu.
Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða, mætti til fundar til að ræða um málefni Maríu Júlíu. Umræða fór fram um stöðu mála og möguleg framtíðaráform. Hafnarstjórn óskar eftir því að Byggðasafn Vestfjarða komi með tillögu að aðgerðum í nánustu framtíð.
Jóna Símonía yfirgefur fundinn kl. 12:20

Gestir

  • Ralf Trylla - mæting: 12:00
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir - mæting: 12:00

2.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði 14.1.2020 - 2020010042

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra vegna ástands og framvindu björgunar í Flateyrarhöfn í kjölfar snjóflóðs er féll í höfnina 14. janúar sl.
Hafnarstjórn hefur ákveðið að koma öllum búnaði og aðstöðu við Flateyrarhöfn í fyrra horf til að halda áfram að þjónusta skip og báta sem gera út frá höfninni.
Hafnarstjórn óskar eftir því að bæjarstjórn og samgönguyfirvöld láti skoða mögulegar leiðir til að verja höfnina fyrir snjóflóðum.
Ralf Trylla yfirgefur fundinn klukkan 12:51.

3.Umsókn um lóð - Mávagarður E - 2019110063

Á fundir skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 532 var eftirfarandi erindi tekið fyrir
Brynjar Ingason sækir um lóð E við Mávagarð ehf. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 22. nóvember 2019

Bókun nefndar
Umsókn um lóð er synjað með vísan í gr. 1.3 í úthlutunarreglum Ísafjarðabæjar, lóðin hefur ekki verið auglýst til úthlutunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir afstöðu hafnarstjórnar þar sem lóðin er á skilgreindu hafnarsvæði og ætluð til olíudreifingar skv. skipulagi.
Afstaða hafnarstjórnar er sú að nýting lóðarinnar verður áfram í samræmi við skilmála í núgildandi deiliskipulagi.

4.Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði á Þingeyri - Sjávargata 4 - 2019100042

Bæjarstjórn samþykkti á 449. fundi sínum þann 9. janúar 2020 að heimila breytingu á deiliskipulagi vegan lóðar við Sjávargötu 4 á Þingeyri. Breytingin felst í að nýtingarhlutfall og byggingarreitur verði skilgreind á lóð.
Lagt fram til kynningar.

5.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Lögð fram til kynningar tillaga að matsáætlun frá Verkís dags. 10.01.2020 vegna mats á umhverfisáhrifum fyrir Ísafjarðarhafnir vegna dýpkunar Sundahafnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Vegagerðin stefna 2020-2025 - 2020010066

Kynnt nýtt stefnuskjal Vegagerðarinnar fyrir 2020-2025.
Lagt fram til kynningar.

7.Aðgengi að eða leiga á dráttarbát - 2020010069

Lagt fram erindi frá Icetug ehf. um aðgengi eða leigu á dráttarbát fyrir Ísafjarðarhöfn yfir sumartímann.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við bréfritara um mögulega útfærslu á leigu á dráttarbáti.

8.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067

Fyrir fundinum liggur fundargerð 418. fundar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:14.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?