Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Jón Páll Hreinsson sat ekki fundinn.
1.Fjárhagsáætlun Velferðarþjónusta Vestfjarða 2026 - 2025050034
Lögð fram fjárhagsáætlun Velferðarþjónustu Vestfjarða fyrir árið 2026. Jafnframt lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, þar sem teknar eru saman helstu upplýsingar um áætlunina fyrir hvert þjónustusvæði fyrir sig.
Lagt fram til kynningar.
2.Viðauki I við samning um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum - 2025060033
Lagður fram viðauki I vegna þóknunar fyrir fundarsetu.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitar- og bæjarstjórnir aðildarsveitarfélaganna að viðaukinn verði samþykktur.
3.Erindisbréf - Notendaráð fatlaðs fólks á Vestfjörðum - Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2025030128
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir notendaráð fatlaðra á Vestfjörðum.
Framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við drögin og leggur til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki erindisbréfið.
Fundi slitið - kl. 10:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?