Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Notendaráð fatlaðra á Vestfjörðum 2025 - 2025010306
Lagt fram minnisblað frá sviðs- og félagsmálastjórum á Vestfjörðum um stofnun notendaráðs fatlaðra á Vestfjörðum. Lagt er til að framkvæmdaráð samþykki að greidd verði nefndarlaun fyrir fundarsetu, allt að þremur fundum á ári fyrir fulltrúa sveitarfélaganna og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Jafnframt er óskað eftir ákvörðun framkvæmdaráðs um frá hvaða þjónustusvæðum aðal- og varafulltrúar skuli tilnefndir.
Framkvæmdaráð VV samþykkir að greidd verði laun fyrir setu í notendaráði fyrir fulltrúa sveitarfélaganna og fulltrúa frá hagsmunasamtökum fatlaðra, alls sex fulltrúa. Fulltrúar í notendaráð verði tilnefndir frá Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og sameiginlega frá félagsþjónustu Stranda og Reykhóla og Vesturbyggð. Tilnefndir verði einn aðalfulltrúi og einn til vara. Fjármálastjóra falið að gera viðauka vegna þessa.
2.Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128
Lagður fyrir tölvupóstur frá KPMG, Róberti Ragnarssyni, vegna endurskoðunar á samningi um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum.
Framkvæmdateymi samþykkir tilboð KPMG um vinnu vegna endurskoðunar samnings um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum. Fjármálastjóra falið að gera viðauka vegna þessa.
3.Uppgjör bakvakta 2024 - Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2025020212
Lagt fram uppgjör fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar vegna bakvakta í barnavernd fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?