Fræðslunefnd

409. fundur 26. september 2019 kl. 08:10 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Magnús Þór Bjarnason varamaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir og Harpa Henrýsdóttir, fulltrúar kennara.
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Gerður Einarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Catherine P. Chambers, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla starfsárið 2019-2020 - 2019090026

Lögð fram sameiginleg starfsáætlun leik- og grunnskólans á Flateyri fyrir skólaárið 2019 - 2020.
Lagt fram til kynningar.

3.Beiðni um að sameiginlegt skólaráð starfi í leik- og grunnskólanum í Önundarfirði. - 2019090088

Lagður fram tölvupóstur frá Kristbjörgu Sunnu Reynisdóttur, dagsettur 13. september 2019 þar sem óskað er eftir umsögn fræðslunefndar um að eitt sameiginlegt skólaráð starfi í leik- og grunnskóla Önundarfjarðar.
Fræðslunefnd samþykkir málið til eins árs til reynslu.

4.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla skólaárið 2019-2020 - 2019080006

Lagðar fram starfsáætlanir fyrir leikskólann Laufás Þingeyri og leikskólann Tjarnarbæ á Suðureyri og sameiginleg starfsáætlun leik- og grunnskólans á Flateyri fyrir skólaárið 2019-2020.
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd leggur til að skilað verði inn sameiginlegum skýrslum fyrir samrekna leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar.

5.Skóladagatöl skólaárið 2019-2020 - 2019040008

Lagt fram nýtt leikskóladagatal fyrir leikskólann Eyrarskjól.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.

6.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Kynnt minnisblað Stefaníu Helgu Ásmundsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er varðar umsögn foreldra og starfsmanna vegna nýrra viðmiðunarreglna í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skólasviðs að svara foreldrum leikskólabarna og starfsmönnum leikskólanna.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?