Fræðslunefnd

329. fundur 27. febrúar 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Hildur Gísladóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Benedikt Bjarnason aðalmaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál:
Elfar Reynisson, fulltrúi kennara og Gunnhildur Björk Elíasdóttir, fulltrúi foreldra. Edda Graichen, fulltrúi kennara og Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra boðuðu forföll og mætti enginn í þeirra stað.

1.Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi 2012 - 2013 - 2012070029

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. er barst með tölvupósti 28. janúar sl., og varðar viðmiðunarreglur vegna grunnskólanemenda er stunda nám utan lögheimilissveitarfélags.
Lagt fram til kynningar.

2.Skýrslur grunnskóla 2013 - 2013020050

Lagt fram bréf þar sem sagt er frá vinnuferlinu við innleiðingu nýrrar námskrár við Grunnskólann á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

3.Skýrslur grunnskóla 2013 - 2013020050

Lagt fram yfirlit yfir sjálfsmatsvinnu í Grunnskóla Önundarfjarðar veturinn 2012-2013.
Lagt fram til kynningar.

4.Skýrslur grunnskóla 2013 - 2013020050

Lögð fram skýrsla um innra mat Grunnskólans á Ísafirði.
Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrsluna og mun vinna áfram með niðurstöður hennar í samvinnu við Grunnskólann á Ísafirði.

5.Umsóknir um úttektir á grunnskólum - 2011120054

Lögð fram skýrsla með niðurstöðum úttektar á starfsemi Grunnskólans á Ísafirði. Í september 2012 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Braga Guðmundssyni og Trausta Þorsteinssyni hjá Gát sf., að gera úttekt á starfsemi GÍ. Úttektin er gerð á grundvelli 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og samkvæmt þriggja ára áætlun ráðuneytisins um úttektir á grunnskólastigi.
Skýrslan var áður til umræðu hjá fræðslunefnd á 328. fundi nefndarinnar.
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs að koma með úrbótaáætlun í samræmi við umræður á fundinum.

6.Ósk um að fá að ráða þroskaþjálfa - 2013020059

Lagt fram bréf, dagsett 22. febrúar 2013 frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, þar sem óskað er eftir því að fá að ráða þroskaþjálfa í 180 kennslustundir fram á vor.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að Grunnskólinn á Ísafirði fái að ráða þroskaþjálfa í 180 kennslustundir fram á vor.

7.Framtíðarsýn í skólamálum - 2012010078

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri Skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, kynnti hugmyndir að framtíðarsýn í skólamálum í Ísafjarðarbæ.
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs að vinna áfram að málinu.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?