Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
408. fundur 12. september 2019 kl. 08:10 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Helga Ásmundsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla starfsárið 2019-2020 - 2019090026

Lögð fram starfsáætlun Grunnskólans á Ísafirði fyrir skólaárið 2019 - 2020.
Lagt fram til kynningar.

3.Mötuneyti í grunnskólum Ísafjarðarbæjar - 2019090044

Kynnt hugmynd um átak með grunnskólum í Ísfjarðarbæ til að minnka matarsóun. Hugmyndin snýst um að fá starfsmenn og nemendur skólanna til að leggja til hugmyndir.
Unnið áfram með skólastjórnendum.

4.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Lögð fram tilbúin og endurskoðuð menntastefna Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram.

5.Hvatningaverðlaun fræðslunefndar til skóla í Ísafjarðarbæ - 2019090042

Lagðar fram hugmyndir tveggja sveitafélaga sem hægt væri að nota til viðmiðunar á útfærslu á hugmyndinni að Hvatningaverðlaunum fræðslunefndar til skóla í Ísafjarðarbæ.
Hugmyndir lagðar fram.

6.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla skólaárið 2019-2020 - 2019080006

Lögð fram starfsáætlun leikskólans Sólborgar á Ísafirði fyrir skólaárið 2019-2020.
Lagt fram til kynningar.

7.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla skólaárið 2018-2019 - 2018090057

Lögð fram ársskýrsla leikskólans Tjarnarbæjar á Suðureyri fyrir skólaárið 2018-2019.
Lagt fram til kynningar.

8.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Kynnt minnisblað Stefaníu Helgu Ásmundsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er varðar umsögn foreldra og starfsmanna vegna nýrra viðmiðunarreglna í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram. Málinu frestað til næsta fundar.

9.Skóladagatöl skólaárið 2019-2020 - 2019040008

Lagt fram nýtt skóladagatal fyrir leikskólann Eyraskjól.
Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?