Fræðslunefnd

406. fundur 08. ágúst 2019 kl. 08:10 - 09:02 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennsluráðgjafi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda.
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Móttökuáætlun erlendra barna í grunnskóla Ísafjarðarbæjar - 2019080004

Lögð fram móttökuáætlun vegna erlendra barna í grunnskóla Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

3.Ytra mat á grunnskólanum á Þingeyri og grunnskóla Önundarfjarðar 2019 - 2019070017

Lögð fram skýrsla um ytra mat á grunnskólanum á Þingeyri og grunnskóla Önundarfjarðar unnið á vegum Menntamálastofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

4.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2018-2019 - 2018100079

Lögð fram sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans á Ísafirði og ársskýrslur grunnskólans á Ísafirði,grunnskólans á Suðureyri, grunnskólans á Þingeyri og leik- og grunnskólans í Önundarfirði fyrir skólaárið 2018- 2019.
Lagt fram til kynningar.

5.Ytra mat á leikskólunum Grænagarði og Laufási 2019 - 2019070007

Lögð fram skýrsla um ytra mat á leikskólanum Grænagarði á Flateyri og leikskólanum Laufási á Þingeyri, unnið á vegum Menntamálastofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

6.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla skólaárið 2018-2019 - 2018090057

Lagðar fram ársskýrslur leikskólanna Grænagarðs Flateyri og Laufáss á Þingeyri fyrir skólaárið 2018-2019.
Lagt fram til kynningar.

7.Skóladagatöl skólaárið 2019-2020 - 2019040008

Lagt fram nýtt skóladagatal leikskólans Sólborgar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:02.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?