Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
405. fundur 13. júní 2019 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda.
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda og Catherine Chambers, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar 2019 - 2019060011

Lagðar fram skýrslur og áætlanir frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar.
Lagt fram til kynningar.

3.Tónlistarskóli Ísafjarðar 2019 - 2019060028

Lögð fram skýrsla Tónlistaskóla Ísafjarðar og beiðni um aukin stöðugildi við skólann.
Fræðslunefnd þakkar fyrir upplýsingarnar og vísar beiðninni um aukið stöðugildi til bæjarráðs til afgreiðslu.

4.Skóladagatöl 2019-2020 - 2019030033

Lagt fram skóladagatal fyrir grunnskólann á Þingeyri fyrir skólaárið 2019-2020.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatalið.

5.Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn - 2019050095

Lögð fram drög að viðbragðsáætlun fyrir grunnskólana í Ísafjarðarbæ við ófullnægjandi skólasókn.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við áætlunina en leggur áherslu á að hún verði kynnt foreldrum á jákvæðan hátt.

6.Niðurstöður á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ 2019 - 2019050006

Kynntar niðurstöður á högum og líðan barna í 5. - 7. bekk í grunnskólaum Ísafjarðarbæjar.
Kynnt.

7.Skólapúlsinn, helstu niðurstöður 2017-2019 - 2017060041

Kynnt minnisblað Margrétar Halldórsdóttur er varðar niðurstöður Skólapúlsins skólaárið 2018-2019.
Kynnt og starfsmönnum falið að vinna áfram með málið.

8.Verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir stofnanir sem starfa með börnum - 2019050055

Lagt fram bréf Bergsteins Jónssonar, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, dagsett 22. maí sl., þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu, fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1063. fundi sínum 27. maí sl. og vísaði því til fræðslunefndar og barnaverndarnefndar.
Fræðunefnd þakkar fyrir bréfið og felur starfsmönnum að vinna áfram með málið í samstarfi við velferðarsvið.

9.Skóladagatöl skólaárið 2019-2020 - 2019040008

Lögð fram skóladagatöl fyrir leikskólann Tjarnarbæ á Suðureyri og leikskólann Laufás á Þingeyri fyrir skólaárið 2019-2020.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við skóladagatölin.

10.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Kynnt minnisblað Margrétar Halldórsdóttur sviðsstjóra skólasviðs og Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennsluráðgjafa er varðar kostnaðargreiningu á tillögum starfshóps um málefni leikskóla. Fræðslunefnd kallaði eftir þeim upplýsingum á 404. fundi sínum þann 9. maí 2019. En meginhlutverk hópsins var að skoða starfsumhverfið í leikskólum Ísafjarðarbæjar. Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er varðar framtíðarsýn á fjölda barna í leik- og grunnskólaum Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar og er tilögum starfshópsins vísað áfram til fjárhagsáætlunargerðar 2020 og jafnframt leggur fræðslunefnd til við bæjarstjórn að breytingar verði gerðar á leikskólalíkani í samræmi við tillögur starfshóps þar sem 2 ára börn teljist 2 barngildi, en eru í dag samkvæmt leikskólalíkani 1.6 barngildi.

11.Reglur fyrir veitingu starfsleyfis til daggæslu. - 2019050020

Lögð fram drög að reglum er varða veitingu starfsleyfa til daggæslu í heimahúsum í Ísafjarðarbæ.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir og samþykkir reglurnar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?