Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
404. fundur 09. maí 2019 kl. 08:10 - 09:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda og Laufey Eyþórsdóttir, fulltrúi kennara.
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda og Catherine Chambers, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Niðurstöður á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ 2019 - 2019050006

Lagðar fram niðurstöður rannsóknarinnar „Ungt fólk 2019“ sem Rannsóknir og greining ehf gerði á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ.
Fræðslunefnd þakkar fyrir áhugaverða skýrslu og felur starfsmönnum að vinna áfram með málið.
Fylgiskjöl:

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 11. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál. Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1059. fundi sínum 29. apríl og vísaði því til umsagnar í fræðslunefnd.
Lagt fram til kynningar.

4.Snjallsímalausir grunnskólar í Ísafjarðarbæ - 2019050021

Lagt fram bréf frá Birnu Lárusdóttur, foreldri við Grunnskólann á Ísafirði, dagsett 2. maí sl. þar sem fræðslunefnd er hvött til að hafa forgöngu um að grunnskólar sveitarfélagsins verði snjallsímalausir á skólatíma frá og með hausti 2019.
Fræðslunefnd þakkar Birnu fyrir bréfið. Það er mat skólastjórnenda í grunnskólum sveitarfélagsins að símanotkun nemenda sé ekki vandamál, til staðar eru reglur um símanotkun sem stjórnendur telja að virki vel. Fræðslunefnd telur mikilvægt að umræða um skjátíma og netnotkun barna og ungmenna sé haldið á lofti í samfélaginu.

5.Ráðning skólastjóra í GS og GÞ - 2019050031

Kynnt minnisblað Margrétar Halldórsdóttur er varðar ráðningar á skólastjórum í GS, GÞ og Laufási.
Nefndin geri ekki athugasemdir við tillögur sviðsstjóra og mannauðsstjóra og leggur því til við bæjarstjóra að Jóna Benediktsdóttir verði ráðin skólastjóri í GS og Sonja Dröfn Helgadóttir verði ráðin skólastjóri við GÞ og Laufás til eins árs.

6.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Kynnt vinna við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2020.
Umræða fór fram á fundinum vegna vinnu við gjaldskrár skólasviðs Ísafjarðarbæjar. Nefndin leggur ekki til aðrar breytingar á gjaldskrá en almennt verða á gjaldskrám sveitarfélagsins.

7.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Lögð fram lokadrög að nýrri Menntastefnu Ísafjarðarbæjar.
Lögð fram til kynningar lokadrög að nýrri Menntastefnu Ísafjarðarbæjar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýja Menntastefnu.

8.Reglur fyrir veitingu starfsleyfis til daggæslu. - 2019050020

Lögð fram drög að reglum er varða veitingu starfsleyfa til daggæslu í heimahúsum í Ísafjarðarbæ.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum að breyta uppsetningu á reglunum og leggja þær í framhaldi fyrir sem tillögu fyrir bæjarstjórn.

9.Skóladagatöl skólaárið 2019-2020 - 2019040008

Lagt fram skóladagatal leikskólans Eyrarskjóls fyrir skólaárið 2019-2020
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við skóladagatalið. Sumarlokun leikskólans Eyrarskjóls verður fjórar vikur og framvegis verður lokunin rúllandi á þremur timabilum; frá miðjum júní fram í miðjan júlí, júlímánuður og frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst.

10.Leikskólamál í Skutulsfirði - 2017050131

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 6. maí 2019 er varðar stöðu biðlista barna eftir leikskólavist í leikskólum við Skutulsfjörð.
Lagt fram til kynningar.

11.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Kynntar tillögur starfshóps um málefni leikskóla en meginhlutverk hópsins var að skoða starfsumhverfið í leikskólum Ísafjarðarbæjar og koma með
tillögur að úrbótum sem stuðlað gætu að betra náms- og starfsumhverfi barna og starfsfólks.
Nefndin óskar eftir kostnaðargreiningu á tillögunum og upplýsingum um það hvort þær komi til með að fækka leikskólaplássum í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?