Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
328. fundur 06. febrúar 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Hildur Gísladóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Sigurður Jóhann Hafberg varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir
Dagskrá
Benedikt Bjarnason mætti ekki og mætti Sigurður Hafberg í hans stað.

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra. Svava Rán Valgeirsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra mætti ekki og mætti Helga Björk Jóhannsdóttir í hennar stað.
Mættir áheyrnafulltrúar fyrir

1.Drög að frumvarpi til laga um tónlistarskóla - 2013020005

Lögð fram drög að frumvarpi til laga um tónlistarskóla. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 7. febrúar 2013.
Fræðslunefnd gerir engar athugasemdir við frumvarpið.

2.Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði - 2013010070

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar bókaði á fundi sínum 28.01.2013 að það óskaði eftir að skóla- og tómstundasvið gerði nú þegar úttekt á möguleika þess að opnuð verði leikskóladeild fyrir fimm ára börn í Skutulsfirði. Þar sem mjög fámennur árgangur eru að fara út úr leikskólunum í vor, bendir allt til þess að ekki náist að taka inn öll þau börn sem verða orðin 18 mánaða í haust.
Málið er í vinnslu á skóla- og tómstundasviði.

3.Umsóknir um úttektir á grunnskólum - 2011120054

Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 17. janúar sl., ásamt skýrslu með niðurstöðum úttektar á starfsemi Grunnskólans á Ísafirði. Í september 2012 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Braga Guðmundssyni og Trausta Þorsteinssyni hjá Gát sf., að gera úttekt á starfsemi GÍ. Úttektin er gerð á grundvelli 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og samkvæmt þriggja ára áætlun ráðuneytisins um úttektir á grunnskólastigi.
Skýrslan lögð fram til kynningar og vinna er þegar hafin við úrbótaáætlun.

4.Skimanir - 2013020006

Lögð fram áætlun um þær skimanir sem lagðar eru fyrir í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

5.Fréttabréf grunnskóla 2013 - 2013020004

Lagt fram janúarfréttabréf Grunnskólans á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

6.Skólavogin - 2011100063

Kynning á skólavoginni fyrir nefndarmenn.
Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs kynnti fyrir nefndarmönnum það sem að skólavogin hefur upp á að bjóða.
Önnur mál:
7. Ólöf Hildur Gísladóttir spurðist fyrir um hvort dagforeldrar ættu rétt á mokstri á heimreið hjá sér og einnig hvort möguleiki væri á að dagforeldrar fái að leigja íþróttahúsið sér að kostnaðarlausu, t.d. einu sinni í mánuði til að hafa hitting. Starfsfólki skóla- og tómstundasviðs fali

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?