Fræðslunefnd
Dagskrá
Fundinn sat einnig Sveinfríður Olga Veturliðadóttir skólastjóri GÍ.
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
2.Skóladagatöl 2019-2020 - 2019030033
Lögð fram skóladagatöl frá grunnskólanum á Ísafirði og grunnskólanum á Suðureyri fyrir skólaárið 2019-2020
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin.
3.Grunnskóli Ísafjarðar - rannsókn á myglusveppum - 2019030008
Kynnt vinnuskjal sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, Margrétar Halldórsdóttur, dags. 8. mars sl., þar sem farið er yfir fyrstu viðbrögð og aðgerðir þegar upp kom mygla í Grunnskólanum á Ísafirði.
Kynntar voru aðgerðir og staða mála. Nefndin þakkar vönduð og fumlaus vinnubrögð.
4.stefnumótun í málefnum barna og endurskoðun á félagslegri umgjörð þeirra og þjónustu - 2019030032
Lagt fram kynningarbréf frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra um stefnumótun í málefnum barna og endurskoðun á félagslegri umgjörð þeirra og þjónustu.
Lagt fram til kynningar.
5.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048
Kynntar niðurstöður frá nemendaþingi sem haldið var í Ísafjarðarbæ 10. janúar 2019.
Farið yfir niðurstöður nemendaþings og sviðsstjóra falið að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.
6.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla skólaárið 2018-2019 - 2018090057
Lögð fram starfsáætlun leikskólans Laufáss á Þingeyri, fyrir skólaárið 2018-2019
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?