Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
399. fundur 13. desember 2018 kl. 08:10 - 08:46 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Kristín Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara, Laufey Eyþórsdóttir, fulltrúi kennara. Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björg Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda, og Catherine Chambers, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir fræðslunefnd og stöðu mála.

2.Tölfræðilegar upplýsingar yfir fjölda tilkynninga til barnaverndar á norðanverðum Vestfjörðum frá leik- og grunnskólum 2013-2017 - 2018120013

Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 5. desember 2018. Er varðar upplýsingar frá barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum um hversu stór hluti tilkynninga kemur frá leikskólum og grunnskólum.
Lagt fram til kynningar.

3.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 5. desember 2018. Er varðar hugmyndir frá foreldrum barna fæddum 2017 og 2018 um lausn á dagvistarmálum bæjarins.
Starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að skoða málið og kostnaðargreina hækkun niðurgreiðslu og ef veittir verða stofnstyrkir til dagforeldra.

4.Umsókn um leyfi til daggæslu barna - 2018120040

Lögð fram greinargerð Guðrúnar Birgisdóttur, þar sem Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir kt. 200784-3089 sækir um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi hjá Ísafjarðarbæ. Starfsemin muni fara fram á heimili hennar að Urðarvegi 18, Ísafirði.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.

Fundi slitið - kl. 08:46.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?