Fræðslunefnd
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Kristín Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara, Laufey Eyþórsdóttir, fulltrúi kennara. Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björg Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda, og Catherine Chambers, fulltrúi foreldra leikskólabarna.
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir fræðslunefnd og stöðu mála.
2.Tölfræðilegar upplýsingar yfir fjölda tilkynninga til barnaverndar á norðanverðum Vestfjörðum frá leik- og grunnskólum 2013-2017 - 2018120013
Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 5. desember 2018. Er varðar upplýsingar frá barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum um hversu stór hluti tilkynninga kemur frá leikskólum og grunnskólum.
Lagt fram til kynningar.
3.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029
Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 5. desember 2018. Er varðar hugmyndir frá foreldrum barna fæddum 2017 og 2018 um lausn á dagvistarmálum bæjarins.
Starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að skoða málið og kostnaðargreina hækkun niðurgreiðslu og ef veittir verða stofnstyrkir til dagforeldra.
4.Umsókn um leyfi til daggæslu barna - 2018120040
Lögð fram greinargerð Guðrúnar Birgisdóttur, þar sem Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir kt. 200784-3089 sækir um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi hjá Ísafjarðarbæ. Starfsemin muni fara fram á heimili hennar að Urðarvegi 18, Ísafirði.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
Fundi slitið - kl. 08:46.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?