Fræðslunefnd

326. fundur 12. desember 2012 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir Varaformaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Benedikt Bjarnason Aðalmaður
  • Sigurlína Jónasdóttir starfsmaður Ísafjarðarbæjar
  • Margrét Halldórsdóttir starfsmaður Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir
Dagskrá
Ólöf Hildur Gísladóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.
Mættir áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál. Svava Rán Valgeirsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra og Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra.
Mættir áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Elfar Reynisson og Edda Graichen, fulltrúar kennara og

1.Beiðni um breytingar á skóladagatali - 2012120005

Lagt fram bréf dagsett í desember 2012, þar sem leikskólastjórar Tjarnarbæjar, Laufáss og Grænagarðs óska eftir að fá að færa til starfsdaga sem áttu að vera í apríl þar til í júní,vegna ferðar sem leikskólarnir eru að skipuleggja til Póllands, þar sem áætlað er að heimsækja fjóra leikskóla.
Fræðslunefnd samþykkir breytinguna á skóladagatölunum.

2.Innritunarreglur leikskóla - 2012120013

Lagt fram minnisblað dagsett 10. desember 2012, frá Sigurlínu Jónasdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa á skóla- og tómstundasviði, þar sem óskað er eftir að 3. lið í innritunarreglum leikskóla verði breytt. Í 3. lið segir að: Í forgangshópi um heildagspláss, geta verið börn sem búa við fötlun og/eða veikindi og börn sem búa við félags - og fjárhagsörðugleika. Með umsókn þeirra skal skila vottorði um sambúðarslit eða umsögn frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu og/eða svæðisskrifstofu fatlaðra, eftir því sem við á. Óskað er eftir að honum verði breytt þannig: Sækja má um forgang fyrir barn ef sérstakar aðstæður mæla með því. Umsóknum um forgang skal skila til skóla- og tómstundasviðs. Sækja má um forgang vegna barna með sérþarfir og vegna barna sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar á 3. lið innritunarreglna leikskóla, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum, þannig að 3.liðurinn hljómi þá þannig: Sækja má um forgang fyrir barn ef sérstakar aðstæður mæla með því. Umsóknum um forgang skal skila til skóla- og tómstundasviðs. Sækja má um forgang vegna barna með sérþarfir og vegna barna sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Barn getur haldist inni á biðlista eftir leikskólaplássi,óski foreldrar eftir því, sem næst lögheimili sínu þó það nýti sér pláss á öðrum leikskóla tímabundið.

3.Endurskoðun erindisbréfa nefnda - 2012110034

Lagt fram erindisbréf fræðslunefndar sem samþykkt var 18. desember 2003, þar sem öll erindisbréf nefnda sveitarfélagsins eru í endurskoðun.
Fræðslunefnd óskar eftir því að nefndarmenn sendi inn sínar athugasemdir til starfsfólks skóla- og tómstundasviðs, sem tekur athugasemdirnar saman og leggur þær fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 44. mál - tillaga til þingsályktunar - 2012080042

Lögð fram tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu.

5.Jafnréttisáætlun - 2010050008

Lögð fram jafnréttisstefna Ísafjarðarbæjar 2012-2014.
Lögð fram til kynningar.

6.Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda - styrkbeiðni 2012 - 2012110033

Lagt fram tölvubréf frá Önnu Þóru Ísfold, verkefnastjóra Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, dagsett 13. nóvember sl., þar sem óskað er eftir framlagi í formi hvatningar og styrks við verkefnið ,,Nýsköpunarkeppni grunnskólanema?.

Fræðslunefnd telur verkefnið gott en telur nærtækara að kanna með að styrkja skóla sveitarfélagsins til þátttöku frekar en verkefnið sjálft.

7.Skýrslur grunnskóla 2012 - 2012010077

Lögð fram skýrsla um skólahald 2011-2012 frá Grunnskólanum á Þingeyri og starfsáætlun Grunnskólans á Suðureyri 2012-2013.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóðar skýrslur.

8.Nýbúafræðsla 2012/2013 - 2012090036

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 31. október sl., er varðar framlög til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2013. Heildar framlag til Ísafjarðarbæjar á árinu 2013 er kr. 3.960.000.- og er þar miðað við að fjöldi nýbúa séu 33 talsins.

Lagt fram til kynningar.9.Fréttabréf - 2012030049

Lagt fram fréttabréf Grunnskólans á ísafirði fyrir nóvember 2012.
Lagt fram til kynningar.

10.Úttekt á starfi leikskóla innan sveitarfélaga - 2012120019

Lagt fram tölvubréf dagsett 10. desember 2012 frá Svandísi Ingimundardóttur skólamálafulltrúa sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem kynnt er að frá og með 1. janúar 2013 flyst yfirumsjón og framkvæmd ytra mats á leikskólum frá mennta - og menningarmálaráðuneytinu til Námsmatsstofnunar. Á vormisseri verða gerðar úttektir á þremur leikskólum og er auglýst eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari úttekt á þeirra leikskólum. Umsóknir skulu berast fyrir 31. desember 2012.
Fræðslunefnd leggur til að sótt verði um fyrir alla leikskóla sveitarfélgasins.

11.Umsókn um framlag til eflingar tónlistarnámi - 2011100075

Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 31. október sl., þar sem greint er frá stöðu mála hvað framgang samkomulags ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til námsins varðar. Fyrir liggur bráðabirgðaúthlutun fyrir skólaárið 2012-2013.
Lagt fram til kynningar.

12.Foreldrakönnun 2012 - 2012110071

Lagðar fram niðurstöður úr foreldrakönnunum leikskólanna Sólborgar, Eyrarskjóls, Grænagarðs, Laufáss og Tjarnarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?