Fræðslunefnd

398. fundur 15. nóvember 2018 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björg Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir fræðslunefnd og stöðu mála. Fræðslunefnd samþykkir að breyta fundartíma sínum í 2. og 4. fimmtudag í mánuði frá og með 1. desember 2018.

2.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2017-2018 - 2017090074

Lögð fram ársskýrsla Grunnskólans á Þingeyri, fyrir skólaárið 2017 - 2018.
Lagt fram til kynningar.

3.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2018-2019 - 2018100079

Lagðar fram starfsáætlanir fyrir Grunnskólann á Þingeyri og Grunnskólann á Suðureyri fyrir skólaárið 2018-2019.
Lagt fram til kynningar.

4.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Kynnt drög að nýrri skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Umræður um drög að nýrri skólastefnu Ísafjarðarbæjar. Fræðslunefnd er sammála um að stefnt sé að því að gefa skólastefnuna út fyrir 1. apríl 2019.

5.Ósk um aukningu á stöðugildum á Tanga - 2018110010

Kynnt minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 12. nóvember 2018 og bréf frá sérkennslustjóra og leikskólastjóra leikskólans Sólborgar, er varðar ósk um aukningu á stöðugildum við leikskóladeildina Tanga.
Fræðslunefnd samþykkir aukninguna um 25% þar sem þetta mun ekki hafa nein áhrif á fjárhagsáætlun leikskólans.

6.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Kynnt staðan í skipan starfshóps um málefni leikskóla.
Kynnt staða málsins, fræðslunefnd falið að ræða við foreldra barna sem eru að bíða eftir leikskólavist.

7.Ósk um að hafa lokað 24. og 31. des. - 2015110003

Kynnt ósk frá leikskólastjórum um að hafa lokað 24. og 31. desember.
Fræðslunefnd samþykkir að festa lokun leikskólana 24. og 31. desember á skóladagatali leikskóla ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?