Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
396. fundur 20. september 2018 kl. 08:10 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál: Laufey Eyþórsdóttir, fulltrúi kennara og Kristín Björg Jóhannsdóttir, fulltrúi kennara.

Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Jenný Jensdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir fræðslunefnd og stöðu mála.

2.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Hjördís Þráinsdóttir lagði fram embættisbréf fræðslunefndar.
Lagt fram.

3.Skýrsla Tónlistaskóla Ísafjarðar fyrir skólaárið 2017-2018 - 2018090059

Kynnt ársskýrsla Tónlistaskóla Ísafjarðar fyrir skólaárið 2017-2018.
Kynnt.

4.Skólapúlsinn, niðurstöður úr nemendakönnunum. - 2017060041

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dagsett 19. september 2018, um niðurstöður úr nemendakönnunum, sem gerðar voru af Skólapúlsinum skólaárið 2017-2018.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

5.Gjaldskrá skólasviðs Ísafjarðarbæjar. - 2018030083

Lögð fram gjaldskrá skólasviðs Ísafjarðabæjar frá 1. janúar 2018.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá skólasviðs hækki ekki umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Starfsmönnum sviðsins er jafnframt falið að skoða leiðir varðandi mötuneyti grunnskólanna, þar sem skoðaður væri sá möguleiki, að hægt verði að kaupa stakar máltíðir.

6.Starfsáætlanir leikskóla skólaárið 2018-2019 - 2018090057

Lagðar fram starfsáætlanir leikskólans Sólborgar á Ísafirði og leikskólans Eyrarskjóls Ísafirði, fyrir skólaárið 2017-18
Lagt fram til kynningar

7.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Kynnt málefni leikskóla Ísafjarðarbæjar.
Málinu frestað til næsta fundar.

8.Eyrarskjól - viðbygging - 2016020093

Kynnt staða á vinnu vegna stækkunar á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að útboðsgögn verði tilbúin 1. desember 2018.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?