Fræðslunefnd

395. fundur 06. september 2018 kl. 08:10 - 09:37 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Vetuliðadóttir, fulltrúi grunnskólastjórnenda.

Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björg Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda og Sonja Sigurgeirsdóttir,fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu mála.

2.Úthlutunarlíkan og samstarfssamningur - 2013120028

Kynntur samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar við Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og Tónlistafélags Ísafjarðar.
Lagt til að endurnýja samningana með framlengingaákvæðum. Starfsmönnum falið að fá umsögn um samningana frá tónlistaskólunum.

3.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2017-2018 - 2017090074

Lögð fram ársskýrsla Grunnskólans á Suðureyri fyrir skólaárið 2017-18
Lagt fram.

4.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Lögð fram gjaldskrá skólasviðs Ísafjarðabæjar frá 1. janúar 2018.
Frestað til næsta fundar.

5.Starfsáætlanir og skýrslur leik- og grunnskóla - 2018080034

Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 28. ágúst 2018, er varðar hlutverk fræðslunefndar við eftirlit með því að gerðar séu starfsáætlanir og mat á skólastarfi leik- og grunnskóla sveitafélagsins.
Lagt fram til kynningar.

6.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla 2017-2018 - 2017060059

Lögð fram ársskýrsla leikskólans Sólborgar á Ísafirði, fyrir skólaárið 2017-18
Lagt fram til kynningar.

7.Reiknilíkan fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2017120066

Lagt fram reiknilíkan fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar. Á 1021. fundi Bæjarráðs þann 25. júní 2018 var málinu frestað og óskað eftir frekari upplýsingum og rökstuðningi varðandi fækkun eldri barna á kennara, en ekki yngri barna.
Lagt fram til kynningar.

8.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Kynnt skýrsla um bættar starfsaðstæður í leikskólum Hafnarfjarðar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem skoðar starfsumhverfi barna og starfsmanna í leikskólum Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 09:37.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?