Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
394. fundur 23. ágúst 2018 kl. 08:10 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Vetuliðadóttir, fulltrúi grunnskólastjórnenda, Laufey Eyþórsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir, fulltrúar kennara.
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björg Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu mála.

2.Listaskóli Rögnvaldar 2017 - 2017090087

Lögð fram ársskýrsla Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar fyrir skólaárið 2016-2017
Lagt fram til kynningar.

3.Listaskóli Rögnvaldar 2018 - 2018080021

Lögð fram ársskýrsla Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar fyrir skólaárið 2017-2018
Lagt fram til kynningar.

4.Skóladagatöl 2018-2019 - 2018020101

Lagt fyrir endurskoðað skóladagatal Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2018-2019.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatalið.

5.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2017-2018 - 2017090074

Lögð fram sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans á Ísafirði og ársskýrsla leik- og Grunnskólans í Önundarfirði fyrir skólaárið 2017-18
Fræðslunefnd þakkar fyrir framlagðar sjálfsmats- og ársskýrslur.

6.Skólamál á Flateyri - 2016110039

Kynnt lokaskýrsla samráðshóps um leik- og grunnskólastarf á Flateyri, dagsett 20. júní sl., unnin af Kristrúnu Lind Birgisdóttur hjá Tröppu ráðgjöf.
Bæjarráð kynnti skýrsluna á 1022. fundi sínum 2. júlí sl. og vísaði henni til kynningar í fræðslunefnd.
Fræðslunefnd þakkar starfshópnum fyrir þeirra störf og greinargóða skýrslu.

7.Skóladagatal 2018-2019 - 2018050060

Lagt fram nýtt skóladagatal leikskólans Sólborgar fyrir skólaárið 2018-2019, þar sem óskað er eftir því að færa til einn starfsdag vegna ferðar starfsmanna til Helsinki í maí/júní 2019. Þannig að leikskólinn verði lokaður 31 maí og 3. júní í staðinn fyrir 29. maí og 31. maí .
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við breytingarnar á skóladagatalinu.

8.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla 2017-2018 - 2017060059

Lagðar fram ársskýrslur leikskólanna Tjarnarbæjar á Suðureyri og Eyrarskjóls á Ísafirði, fyrir skólaárið 2017-18
Lagt fram til kynningar.

9.Gæðamat leikskólans Eyrarskjóls skólaárið 2017-2018 - 2018080019

Lagt fram bréf Þórdísar Jónu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar, ódagsett en barst 17. ágúst sl., þar sem kynnt er gæðamat fyrir leikskólann Eyrarskjól skólaárið 2017-2018.
Bæjarráð vísaði erindinu til fræðslunefndar á 1026. fundi sínum 20. ágúst sl.
Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrsluna.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?