Fræðslunefnd

394. fundur 23. ágúst 2018 kl. 08:10 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Vetuliðadóttir, fulltrúi grunnskólastjórnenda, Laufey Eyþórsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir, fulltrúar kennara.
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björg Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu mála.

2.Listaskóli Rögnvaldar 2017 - 2017090087

Lögð fram ársskýrsla Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar fyrir skólaárið 2016-2017
Lagt fram til kynningar.

3.Listaskóli Rögnvaldar 2018 - 2018080021

Lögð fram ársskýrsla Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar fyrir skólaárið 2017-2018
Lagt fram til kynningar.

4.Skóladagatöl 2018-2019 - 2018020101

Lagt fyrir endurskoðað skóladagatal Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2018-2019.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatalið.

5.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2017-2018 - 2017090074

Lögð fram sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans á Ísafirði og ársskýrsla leik- og Grunnskólans í Önundarfirði fyrir skólaárið 2017-18
Fræðslunefnd þakkar fyrir framlagðar sjálfsmats- og ársskýrslur.

6.Skólamál á Flateyri - 2016110039

Kynnt lokaskýrsla samráðshóps um leik- og grunnskólastarf á Flateyri, dagsett 20. júní sl., unnin af Kristrúnu Lind Birgisdóttur hjá Tröppu ráðgjöf.
Bæjarráð kynnti skýrsluna á 1022. fundi sínum 2. júlí sl. og vísaði henni til kynningar í fræðslunefnd.
Fræðslunefnd þakkar starfshópnum fyrir þeirra störf og greinargóða skýrslu.

7.Skóladagatal 2018-2019 - 2018050060

Lagt fram nýtt skóladagatal leikskólans Sólborgar fyrir skólaárið 2018-2019, þar sem óskað er eftir því að færa til einn starfsdag vegna ferðar starfsmanna til Helsinki í maí/júní 2019. Þannig að leikskólinn verði lokaður 31 maí og 3. júní í staðinn fyrir 29. maí og 31. maí .
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við breytingarnar á skóladagatalinu.

8.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla 2017-2018 - 2017060059

Lagðar fram ársskýrslur leikskólanna Tjarnarbæjar á Suðureyri og Eyrarskjóls á Ísafirði, fyrir skólaárið 2017-18
Lagt fram til kynningar.

9.Gæðamat leikskólans Eyrarskjóls skólaárið 2017-2018 - 2018080019

Lagt fram bréf Þórdísar Jónu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar, ódagsett en barst 17. ágúst sl., þar sem kynnt er gæðamat fyrir leikskólann Eyrarskjól skólaárið 2017-2018.
Bæjarráð vísaði erindinu til fræðslunefndar á 1026. fundi sínum 20. ágúst sl.
Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrsluna.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?