Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
392. fundur 24. maí 2018 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Jóna Benediktsdóttir, fulltrúi grunnskólastjórnenda, Kristín Björk Jóhannsdóttir og Laufey Eyþórsdóttir, fulltrúar kennara.
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Svava Rán Valgeirsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda og Catherine Chambers, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Skóladagatöl 2018-2019 - 2018020101

Lögð fram skóladagatöl Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólans á Suðureyri fyrir skólaárið 2018-2019.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við skóladagatölin.

3.Reglur um skólaakstur í grunnskólum - 2018020058

Kynnt drög að reglum um skólaakstur í grunnskólum Ísafjarðarbæjar
Fræðslunefnd leggur til að ný fræðslunefnd afgreiði málið.

4.Niðurstöður á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ 2018 - 2018050046

Lögð fram skýrsla um lýðheilsu ungs fólks í Ísafjarðarbæ, með niðurstöðum rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2018.
Fræðslunefnd þakkar skýrsluna og leggur til að málið sé skoðað frekar, starfsmönnum sviðsins er falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

5.Skólapúlsinn, helstu niðurstöður 2017-2019 - 2017060041

Kynnt minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dagsett 23. maí 2018, um niðurstöður skólapúlsins í grunnskólum, vor 2018.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar.

6.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Lögð fram drög vegna endurskoðunar á skólastefnu Ísafjarðarbæjar
Lagt fram til kynningar.

7.Skóladagatal 2018-2019 - 2018050060

Lögð fram skóladagatöl leikskólans Sólborgar, leikskólans Eyrarskjóls, leikskólans Grænagarðs á Flateyri og leikskólans Tjarnarbæjar á Suðureyri fyrir skólaárið 2018-2019.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin með þeim fyrirvara að sumarlokun á Sólborg og Eyrarskjóli verði 3 vikur eins og verið hefur og foreldrar velji viku fyrir og eftir lokun.

8.Reiknilíkan fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2017120066

Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 22.maí 2018, er varðar endurskoðun barngilda á hvern kennara í leikskólum.
Fræðslunefnd þakkar fyrir upplýsingarnar og vísar málinu til nýrrar fræðslunefndar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?