Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
389. fundur 01. mars 2018 kl. 08:10 - 09:03 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Jóna Benediktsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Laufey Eyþórsdóttir, fulltrúi kennara.
Áheyrnafulltrúi fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Bryndís Gunnarsdóttir, fulltrúi kennara og Catherine Chambers, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gert var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Lýðháskólinn Flateyri - 2018020059

Lagt fram erindi frá Helenu Jónsdóttur framkvæmdastjóra félags um stofnun lýðháskóla á Flateyri.
Fræðslunefnd þakkar erindið og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

3.Skóladagatöl 2018-2019 - 2018020101

Lagt fram skóladagatal frá Grunnskólanum á Ísafirði fyrir skólaárið 2018- 2019
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.

4.Jafnréttisáætlun 2018-2021 - 2018020102

Lögð fram Jafnréttisáætlun 2018-2021 frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Fræðslunefnd þakkar fyrir ágætis áætlun.
Fylgiskjöl:

5.Reglur um skólaakstur í grunnskólum - 2018020058

Kynnt drög að reglum um skólaakstur í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd leggur til að málinu verði frestað.

6.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Kynnt staðan á vinnu við endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar. Unnið verður áfram að endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar hjá skóla- og tómstundasviði og stýrihópi.

7.Reiknilíkan fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2017120066

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, er varðar fjölda barna og stöðugilda á leikskólunum ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að í skrefum verði börnum fækkað á hvern kennara og að í upphafi verði börnum 1-2 ára fækkað á hvern kennara.

8.Foreldra- og starfsmannakannanir á leikskólunum Sólborg og Eyrarskjóli 2014-2017 - 2018020109

Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar foreldra- og starfsmannakannanir leikskólanna Sólborgar og Eyrarskjóls árin 2014-2017.
Fræðslunefnd þakkar fyrir upplýsingarnar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 09:03.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?