Fræðslunefnd

389. fundur 01. mars 2018 kl. 08:10 - 09:03 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Jóna Benediktsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Laufey Eyþórsdóttir, fulltrúi kennara.
Áheyrnafulltrúi fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Bryndís Gunnarsdóttir, fulltrúi kennara og Catherine Chambers, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gert var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Lýðháskólinn Flateyri - 2018020059

Lagt fram erindi frá Helenu Jónsdóttur framkvæmdastjóra félags um stofnun lýðháskóla á Flateyri.
Fræðslunefnd þakkar erindið og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

3.Skóladagatöl 2018-2019 - 2018020101

Lagt fram skóladagatal frá Grunnskólanum á Ísafirði fyrir skólaárið 2018- 2019
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.

4.Jafnréttisáætlun 2018-2021 - 2018020102

Lögð fram Jafnréttisáætlun 2018-2021 frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Fræðslunefnd þakkar fyrir ágætis áætlun.
Fylgiskjöl:

5.Reglur um skólaakstur í grunnskólum - 2018020058

Kynnt drög að reglum um skólaakstur í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd leggur til að málinu verði frestað.

6.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Kynnt staðan á vinnu við endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar. Unnið verður áfram að endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar hjá skóla- og tómstundasviði og stýrihópi.

7.Reiknilíkan fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2017120066

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, er varðar fjölda barna og stöðugilda á leikskólunum ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að í skrefum verði börnum fækkað á hvern kennara og að í upphafi verði börnum 1-2 ára fækkað á hvern kennara.

8.Foreldra- og starfsmannakannanir á leikskólunum Sólborg og Eyrarskjóli 2014-2017 - 2018020109

Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar foreldra- og starfsmannakannanir leikskólanna Sólborgar og Eyrarskjóls árin 2014-2017.
Fræðslunefnd þakkar fyrir upplýsingarnar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 09:03.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?