Fræðslunefnd

385. fundur 07. desember 2017 kl. 08:05 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
  • Sigurður Jón Hreinsson varamaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Fundinn sitja undir málefnum grunnskóla: Jóna Benediktsdóttir fulltrúi skólastjórnenda, Kristín Björg Jóhannsdóttir og Laufey Eyþórsdóttir fulltrúar kennara. Helga Björk Jóhannsdóttir fulltrúi leikskólastjórnanda og Bryndís Gunnarsdóttir fulltrúi kennara.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Skólamál á Flateyri - 2016110039

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem fram kemur ósk starfshóps um skólamál á Flateyri um að sameina leikskólann og grunnskólann.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar tekur undir með samráðshópi um leik- og grunnskólastarf á Flateyri og telur fagleg rök og hagsmuni nemenda, kennara, annars starfsfólks sem og íbúa Flateyrar mæla með því að umræddir skólar verði sameinaðir í eina stofnun. Samkvæmt fyrirætlunum samráðshópsins mun álit hans á húsnæðismálum sameinaðs skóla liggja fyrir í lok vorannar 2018.

Gestir

  • Unnur Björk Arnfjörð skólastjóri leik- og grunnskóla Önundarfjarðar, var í símasambandi - mæting: 08:15

3.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2017-2018 - 2017090074

Lagðar fram starfsáætlanir Grunnskólans á Þingeyri og Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2017-2018
Fræðslunefnd þakkar fyrir framkomnar skýrslur og áætlanir.

4.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Staða vinnu við endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar kynnt.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs áframhaldandi vinnu við að vinna úr þeim hugmyndum sem fram hafa komið á þeim fundum sem haldnir hafa verið í öllum kjörnum Ísafjarðarbæjar.
Jóna Benediktsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Ísafirðri færði nefndarmönnum og áheyrnafulltrúum segul að gjöf frá nemendum í Grunnskólanum á ísafirði með áletruninni "netið gleymir engu, hugsum áður áður en við póstum"

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?