Fræðslunefnd

323. fundur 05. september 2012 kl. 16:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, Edda Graichen og Elfar Reynisson, fulltrúar kennara og Martha Lilja Marthensdóttir, fulltrúi foreldra.

1.Skýrslur grunnskóla 2012 - 2012010077

Lagðar fram til kynningar ársskýrslur Grunnskólans á Ísafirði, Grunnskólans á Suðureyri og Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2011-2012. Einnig lagðar fram sjálfsmatsskýrslur Grunnskólans á Ísafirði, Grunnskólans á Suðureyri og Grunnskóla Önundarfjarðar skólaárið 2011-2012. Einnig lagðar fram starfsáætlanir Grunnskólans á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2012-2013. Einnig er símenntunaráætlun Grunnskólans á Ísafirði lögð fram og starfsmarkmið Grunnskóla Önundarfjarðar.

Fræðslunefnd lýsir ánægju með það góða starf sem fram fer í grunnskólum Ísafjarðarbæjar

2.Hagir og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ 2012. - 2012090008

Lögð fram skýrsla frá Rannsókn og greining um hagi og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ 2012. Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

3.Úttekt á kennslu í stærðfræði á unglingastigi. - 2012090009

Lögð fram úttekt á stærðfræðikennslu á unglingastigi grunnskóla frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, unnin af Þóru Þórðardóttur og Unnari Hermannssyni.

Lagt fram til kynningar.

4.Kveðja frá velferðarvaktinni - 2012090010

Lagt fram bréf dagsett 22. ágúst 2012 frá Velferðavaktinni þar sem minnt er á að huga að velferð barna í efnahagskreppu.

Lagt fram til kynningar.

Benedikt Bjarnason lagði fram eftirfarandi bókun undir þessum lið:

Legg til að kannað verði hver kostnaður Ísafjarðarbæjar myndi verða árinu 2013 ef Ísafjarðarbær legði nemendum til pappír og ritföng án endurgjalds í upphafi skólaárs.

Önnur mál:
a) Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs fór yfir vinnuna sem framundan er við fjárhagsáætlun 2013 og lagði fram gjaldskrá ársins 2012 og óskaði eftir tillögum frá nefndarmönnum varðandi hana.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?