Fræðslunefnd

384. fundur 16. nóvember 2017 kl. 08:05 - 08:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Fundinn sátu undir málefnum grunnskóla: Jóna Benediktsdóttir fyrir hönd skólastjórnenda og Sveinbjörn Magnason fyrir hönd foreldra. Fulltrúi foreldra leikskólabarna var Þórarinn Gunnarsson.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Skýrsla Tónlistarskóla Ísafjarðar skólaárið 2016-2017 - 2017110035

Lögð fram skýrsla um starf Tónlistarskóla Ísafjarðar skólaárið 2016-2017.
Fræðslunefnd þakkar fyrir góða skýrslu.

Gestir

  • Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri TÍ var í símasambandi við fundarmenn - mæting: 08:10

3.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2017-2018 - 2017090074

Lögð fram starfsáætlun Grunnskólans á Ísafirði fyrir skólaárið 2017-2018
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinagóða áætlun.

4.Bókun 1 í kjarasamningi FG - 2017040053

Lagður fram tölvupóstur Bjarna Ómars Haraldssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 6. nóvember sl., ásamt lokaskýrsla samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara sem er samantekt á niðurstöðum byggðar á lokaskýrslum sveitarfélaga og umbótaáætlunum grunnskóla vegna úrvinnslu þeirra á bókun 1.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 944. fundi sínum, 13. nóvember sl., og vísaði til fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

5.Innheimtureglur leikskólanna - 2017110028

Kynnt minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa, er varðar innheimtureglur leikskóla Ísfjarðarbæjar.
Fræðslunefnd gerir breytingar í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 08:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?