Fræðslunefnd

383. fundur 05. október 2017 kl. 08:05 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar undir málefnum grunnskóla, Jóna Benediktsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda. Undir málefnum leikskóla, Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda og Bryndís Gunnarsdóttir, fulltrúi kennara.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir.

2.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2017-2018 - 2017090074

Lögð fram starfsáætlun Grunnskólans á Suðureyri fyrir skólaárið 2017-2018.
Fræðslunefnd þakkar skýra og greinagóða áætlun.

3.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Kynnt áframhaldandi vinna við endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs gerði munnlega grein fyrir gangi mála á vinnu við endurskoðun skólastefnunnar. Vinna heldur áfram.

4.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla 2016-2017 - 2016070011

Lagðar fram ársskýrslur fyrir leikskólana Tjarnabæ á Suðureyri og Eyrarskjól á Ísafirði fyrir skólaárið 2016-2017.
Fræðslunefnd þakkar greinargóðar skýrslur.

5.Ályktun frá samráðsnefnd Félags stjórnenda leikskóla. - 2017100005

Lögð fram ályktun frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla sem haldinn var að
Flúðum 28. - 29. september 2017.
Lagt fram til kynningar og vakti ályktunin góðar og gagnlegar umræður.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?