Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
383. fundur 05. október 2017 kl. 08:05 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar undir málefnum grunnskóla, Jóna Benediktsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda. Undir málefnum leikskóla, Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda og Bryndís Gunnarsdóttir, fulltrúi kennara.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir.

2.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2017-2018 - 2017090074

Lögð fram starfsáætlun Grunnskólans á Suðureyri fyrir skólaárið 2017-2018.
Fræðslunefnd þakkar skýra og greinagóða áætlun.

3.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Kynnt áframhaldandi vinna við endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs gerði munnlega grein fyrir gangi mála á vinnu við endurskoðun skólastefnunnar. Vinna heldur áfram.

4.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla 2016-2017 - 2016070011

Lagðar fram ársskýrslur fyrir leikskólana Tjarnabæ á Suðureyri og Eyrarskjól á Ísafirði fyrir skólaárið 2016-2017.
Fræðslunefnd þakkar greinargóðar skýrslur.

5.Ályktun frá samráðsnefnd Félags stjórnenda leikskóla. - 2017100005

Lögð fram ályktun frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla sem haldinn var að
Flúðum 28. - 29. september 2017.
Lagt fram til kynningar og vakti ályktunin góðar og gagnlegar umræður.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?