Fræðslunefnd

321. fundur 18. júní 2012 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar:Elfar Reynisson, fulltrúi kennara og Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, fulltrúi foreldra. Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra og María Valberg, fulltrúi kennara mættu ekki og enginn í þeirra stað.

1.Staða sérkennslu í grunnskólunum - 2012060034

Lagt fram minnisblað dagsett 12. júní 2012 frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, þar sem fram kemur hvernig sérkennslu er háttað í grunnskólum Ísafjarðarbæjar og einnig hvernig sérfræðiráðgjöf á Skóla- og tómstundasviði er háttað.

Fræðslunefnd þakkar greinargóð svör.

2.Skólamötuneyti - 2012040037

Lagt fram minnisblað dagsett 15. júní 2012 frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem fram koma hugmyndir að rekstri skólamötuneytis GÍ og hugmyndir að verði á matarskammti.

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að til reynslu verði ráðinn matreiðslumaður til eins árs og að því loknu verði metið hvor leiðin kemur betur út. Þá verði matseðlum breytt í átt að matseðlum leikskólanna og þeir samræmdir eins og hægt er.

Önnur mál:
a) Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs sagði frá því að Magnús S. Jónsson skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri hefði sagt starfi sínu lausu. Staðan verður auglýst sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?