Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
381. fundur 06. júlí 2017 kl. 08:05 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar: Bryndís Birgisdóttir kennari, Bryndís Gunnarsdóttir leikskólakennari

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Kynntur er verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu mála.

2.Skóladagatöl 2017-2018 - 2017050022

Lagt fram skóladagatal frá Grunnskólanum á Þingeyri fyrir skólaárið 2017-2018.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.

3.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2016-2017 - 2016090084

Lagðar fram skýrslur frá Grunnskólanum á Þingeyri, Grunnskóla Önundarfjarðar, Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskólanum á Suðureyri fyrir skólaárið 2016-2017.
Fræðslunefnd þakkar fyrir velunnar framlagðar sjálfsmats- og ársskýrslur.

4.Skólapúlsinn, helstu niðurstöður 2017-2019 - 2017060041

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dagsett 16. júní 2017. Um niðurstöður skólapúlsins í grunnskólum, vor 2017.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar og tekur undir með skólastjórnendum að foreldra- og starfsmannakannanir verði gerðar annað hvert ár en nemendakannanir verða áfram á hverju ári.

5.Stillum saman strengi - 2014110015

Lögð fram skýrsla um stöðu mála í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar vorið 2017.
Fræðslunefnd þakkar áhugaverða samantekt.

6.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla 2017-2018 - 2017060059

Lagðar fram starfsáætlanir fyrir leikskólana Eyrarskjól og Sólborg á Ísafirði, Laufás á Þingeyri og Grænagarð á Flateyri, fyrir skólaárið 2017-2018
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóðar starfsáætlanir.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?