Fræðslunefnd

380. fundur 06. júní 2017 kl. 08:05 - 09:10 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Fundinn sitja sem áheyrnarfulltrúar, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, Bryndís Birgisdóttir, kennari, Bryndís Gunnarsdóttir, leikskólakennari, Sveinbjörn Magnason, foreldri.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Ger9 var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu þeirra.

2.Skóladagatöl 2017-2018 - 2017050022

Lögð fram skóladagatöl frá Grunnskólanum á Suðureyri og Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2017-2018.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin.

3.Bókun 1 í kjarasamningi FG - 2017040053

Lögð fram umbótaáætlun og lokaskýrsla vegna bókunar 1 í kjarasamningi FG og SNS


Fræðslunefnd þakkar fyrir kynningu á lokaskýrslu bókunar 1.
Fylgiskjöl:

4.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Lögð fram drög að áframhaldandi vinnu við endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Vinnu verður haldið áfram.

5.Leikskólamál í Skutulsfirði - 2017050131

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, um stöðu leikskólamála í Skutulsfirði.
Nefndin þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar.

6.Skóladagatal 2017-2018 - 2017050001

Lagt fram skóladagatal frá leikskólanum Tjarnarbæ Suðureyri, fyrir skólaárið 2017-2018.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?