Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
320. fundur 06. júní 2012 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Elsa María Thompson, leikskólastjóri og Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra.

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: María Valberg og Elfar Reynisson, fulltrúar kennara og Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, fulltrúi foreldra. Magnús S. Jónsso

1.Skóladagatöl 2012-2013 - 2012060006

Lögð fram skóladagatöl leikskólanna Sólborgar, Eyrarskjóls, Grænagarðs, Tjarnarbæjar og Laufáss fyrir skólaárið 2012-2013.

Lagt fram til kynningar.

2.5 vikna sumarlokun - 2012030054

Lagðar fram niðurstöður úr könnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna í byrjun maí 2012 um hvort að þeir þyrftu að nýta sér flutning milli leikskóla í 5 vikna sumarlokun leikskólanna og hvaða tímabil myndi henta þeim best til sumarlokunar leikskólanna.

Lagt fram til kynningar.

3.Fréttabréf - 2012030049

Lögð fram fréttabréf Gunnskólans á Ísafirði og Grunnskólans á Suðureyri.

Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóð fréttabréf.

4.Skóladagatöl 2012-2013 - 2012040035

Lögð fram skóladagatöl Grunnskólans á Suðureyri, Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2012-2013.

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl Grunnskólans á Suðureyri, Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskóla Þingeyrar fyrir skólaárið 2012-2013.

5.Skólamötuneyti - 2012040037

Lögð fram niðurstaða könnunar sem gerð var meðal foreldra barna í Grunnskólanum á Ísafirði um notkun á skólamötuneytinu þar.

Fræðslunefnd leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar og kallar eftir nánari upplýsingum um kostnað, annars vegar vegna þess ef fenginn yrði verktaki og hins vegar ef ráðinn yrði starfsmaður. Fram þarf að koma heildarkostnaður og kostnaður á máltíð, þannig að það sjáist að gæðaviðmiðum er haldið og hver sé kostnaðarmismunur við hvora aðferð.

6.Jafnréttisáætlun - 2010050008

Lögð fram drög að jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar og starfsmarkmiðum jafnréttisstefnu 2012-2014 og óskað eftir umsögn frá nefndinni.

Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.

7.Skólavogin - 2011100063

Lögð fram gögn um skólavogina þar sem sveitarfélagið þarf að taka ákvörðun um hvort það vilji taka þátt í verkefninu.

Fræðslunefnd leggur til að Ísafjarðarbær taki þátt í skólavoginni.

8.Stuðningsfulltrúar veturinn 2012-2013 - 2012060012

Lagt fram bréf dagsett 4. júní 2012 frá Margréti Halldórsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem fram kemur að borist hefur ósk frá Grunnskólanum á Ísafirði að fá 7,5 stöðugildi stuðningsfulltrúa næsta skólaár.

Fræðslunefnd samþykkir óskina um 7,5 stöðugildi stuðningsfulltrúa skólaárið 2012-2013 í Grunnskólanum á Ísafirði.

Önnur mál:
a) Martha Lilja Marthensdóttir Olsen spurðist fyrir um ráðningu skólastjóra á Flateyri og hvort að sú ráðning hefði ekki átt að fara fyrir fræðslunefnd. Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs fór yfir hvernig ráðningarferlið var og gerir jafnframt grein fyrir því að e

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?