Fræðslunefnd

379. fundur 18. maí 2017 kl. 08:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar sem sitja fundinn eru Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri og Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Kynntur verkefnalisti fræðslunefndar.
Gert var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu þeirra.

2.Niðurstöður Rannsóknar og greiningar 2017 - 2017050040

Lögð fram skýrslan Hagir og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ. Gögnin sem þessi skýrsla byggir á eru fengin úr viðamikilli könnun Rannsókna & greiningar sem var lögð fyrir alla nemendur í 5. til 7. bekk grunnskóla á Íslandi í febrúar árið 2017.
Fræðslunefnd þakkar skýrsluna og er ánægð með þær niðurstöður sem hún sýnir.

3.Skóladagatöl 2017-2018 - 2017050022

Kynnt skóladagatöl frá Grunnskólanum á Ísafirði, Grunnskólanum á Þingeyri, Grunnskólanum á Suðureyri og Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2017-2018.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Grunnskólans á Ísafirði, en frestar afgreiðslu skóladagatala hinna skólanna. Fræðslunefnd þakkar fyrir þær upplýsingar sem fram koma í bréfi frá skólastjóra Grunnskóla Önundarfjarðar.

4.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Kynnt skipulag á endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Vinnu verður haldið áfram.

5.Skóladagatal 2017-2018 - 2017050001

Lögð fram skóladagatöl frá leikskólunum Laufási á Þingeyri, Grænagarði á Flateyri, Sólborg og Eyrarskjóli, fyrir skólaárið 2017-2018.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?