Fræðslunefnd
Dagskrá
Fundinn sátu undir grunnskólamálum, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Bryndís Birgisdóttir, fulltrúi kennara og Sveinbjörn Magnason sem fulltrúi foreldra grunnskólabarna . Undir málefnum leikskóla sátu fundinn Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda og Bryndís Gunnarsdóttir sem fulltrúi starfsfólks.
1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu mála.
2.Bréf frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum til sveitarstjórnarmanna. - 2017020098
Lagður fram tölvupóstur frá Dagrúnu Hjartardóttur, starfandi formanni félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dagsettur 9. febrúar sl., þar sem KÍ gerir athugasemdir við yfirlýsingu, sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér 22. desember sl.um stöðuna í kjaraviðræðum þeirra við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Fræðslunefnd þakkar Dagrúnu fyrir bréfið og lýsir jafnframt ánægju sinni yfir að samningar hafi náðst.
3.Íslandsmót iðn- og verkgreina 2017 - hvatning til sveitarfélaga og skóla - 2017020044
Lagður fram tölvupóstur Svandísar Ingimundardóttur, skólamálafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 7. febrúar sl. þar sem kynnt er Íslandsmót iðn- og verkgreina 2017. Á mótinu gefst grunnskólanemendum tækifæri til að kynnast fjölbreyttu framboði iðn- og verknáms á framhaldsskólastigi, sjá nemendur á viðkomandi námssviðum spreyta sig á ólíkum verkefnum auk þess að fá sjálfir að reyna sig við ýmsar verklegar æfingar.
Verkiðn sér um skipulagningu og framkvæmd viðburðarins í samstarfi við fagfélög iðn- og verkgreina og framhaldsskóla og býður sveitarfélögum og skólum styrki til þess að koma nemendum á staðinn með rútum.
Bæjarráð vísaði erindinu til fræðslunefndar á 963. fundi sínum 13. febrúar sl.
Verkiðn sér um skipulagningu og framkvæmd viðburðarins í samstarfi við fagfélög iðn- og verkgreina og framhaldsskóla og býður sveitarfélögum og skólum styrki til þess að koma nemendum á staðinn með rútum.
Bæjarráð vísaði erindinu til fræðslunefndar á 963. fundi sínum 13. febrúar sl.
Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna.
4.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048
Lögð fram drög að skipulagi við endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Skipaður verður stýrihópur og stefnt að verklokum fyrir árslok 2017.
Fundi slitið - kl. 08:47.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?