Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
374. fundur 17. nóvember 2016 kl. 08:15 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Fundinn sátu undir grunnskólamálum, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir fulltrúi skólastjórnenda, Bryndís Birgisdóttir fulltrúi kennara og Harpa Kristjánsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna. Undir málefnum leikskóla sat Helga Björk Jóhannsdóttir fulltrúi skólastjórnenda
Gunnhildur B. Elíasdóttir var í fjarfundarsambandi.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gert var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu þeirra.

2.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Lagt fram vinnuplagg með drögum að skipulagi vegna vinnu við endurskoðun skóla-/menntastefnu Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

3.Skólamál á Flateyri - 2016110039

Lagt fram vinnuplagg frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, um málefni leik- og grunnskólans á Flateyri.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar hefur rýnt minnisblað sviðsstjóra og bæjarstjóra og tekur undir það sem þar kemur fram og styður heilshugar ákvörðun bæjarstjórnar um eflingu skólastarfs á Flateyri með sameiningu starfsins undir eitt þak.

Gestir

  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

4.Framtíðarsýn í dagvistarmálum Ísafjarðarbæjar. - 2013010070

Staða dagvistarmála.
Farið var yfir hver staðan er á nýrri leikskóladeild sem staðsett verður í kjallara TÍ og næstu skref.
Önnur mál
Fræðslunefnd óskar Grunnskólanum á Ísafirði til hamingju með þátttöku og þá viðurkenningu sem skólinn hlaut í nýafstaðinni Legokeppni.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?