Fræðslunefnd

364. fundur 18. febrúar 2016 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir
Dagskrá

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Niðurstöður Skólavogarinnar 2014-2016 - 2014080033

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur.
Unnið áfram í málinu og frestað til næsta fundar.

3.Skólaþing á Patreksfirði 2015 - 2016020038

Kynning á skólaþingi sem var haldið á Patreksfirði sl. haust.
Fræðslunefnd þakkar Fjórðungssambandi Vestfjarða fyrir ágætis skólaþing og að hafa fengið gögn af þinginu til kynningar.

4.Framtíðarsýn í dagvistarmálum Ísafjarðarbæjar - 2013010070

Lagt fram bréf frá Brynjari Þ. Jónassyni þar sem óskað er eftir upplýsingum hversu mikið rými þarf til viðbótar við hönnun á viðbyggingu Eyrarskjóls.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum að skoða málið.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?