Fræðslunefnd

349. fundur 02. október 2014 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir fulltrúi skólastjóra og Árný Herbertsdóttir fulltrúi kennara. Edda Graichen fulltrúi kennara boðaði forföll og kom enginn í hennar stað.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Bryndís Ósk Jónsdóttir fulltrúi foreldr

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2014-2015 - 2014090011

Lagðar fram starfsáætlanir Grunnskólans á Þingeyri og Grunnskólans á Suðureyri fyrir skólaárið 2014-2015.
Lagt fram til kynningar og fræðslunefnd þakkar fyrir góðar skýrslur.

3.Fréttabréf grunnskóla 2014-2015 - 2014090072

Lagt fram september fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargott og skemmtilegt fréttabréf.

4.Ályktun frá FL - 2014090055

Lögð fram samþykkt frá aðalfundi Félags leikskólakennara þar sem skorað er á sveitarfélög að veita leikskólakennurum námsleyfi til að stunda viðurkennt framhaldsnám eða sækja símenntun/starfsþróun í sinni sérgrein.
Lagt fram til kynningar.

5.Ársskýrslur 2013-2014 - 2014090044

Lagðar fram ársskýrslur leikskólanna Eyrarskjóls, Sólborgar, Tjarnarbæjar, Laufáss og Grænagarðs fyrir skólaárið 2013-2014.
Lagt fram til kynningar og fræðslunefnd þakkar fyrir góðar skýrslur.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?