Fræðslunefnd

346. fundur 03. júlí 2014 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Bryndís Ósk Jónsdóttir fulltrúi foreldra. Svava Rán Valgeirsdóttir fulltrúi leikskólastjóra mætti ekki og mætti Helga Björk Jóhannsdóttir í hennnar stað.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Árný Herbertsdóttir og Edda Graichen fulltrúar kennara.

1.Endurskoðun erindisbréfa nefnda - 2012110034

Lagt fram erindisbréf fyrir fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar.
Erindisbréf fyrir fræðslunefnd lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd samþykkir að Sigurlína Jónasdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi sé ritari nefndarinnar og að fundir fræðslunefndar verði 1. og 3. fimmtudag í mánuði kl. 8-10.

2.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

3.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri Skóla- og tómstundasvið kynnti skólasviðið fyrir nýrri fræðslunefnd.
Lagt fram til kynningar.
Fræðslunefnd óskar eftir því að sviðsstjóri Skóla- og tómstundasviðs skrifi minnisblað til bæjarráðs varðandi skoðun á leið Reykjanesbæjar og annarra sveitarfélaga sem unnið hafa markvisst með mælanlegum árangri að endurbótum í skólamálum.

4.Starfsáætlanir 2014-2015 - 2014060088

Lagðar fram starfsáætlanir leikskólanna Sólborgar, Eyrarskjóls, Tjarnarbæjar, Laufáss og Grænagarðs fyrir skólaárið 2014-2015.
Lagt fram til kynningar.

5.Ósk um að hafa lokað 24. og 31. des. - 2014050104

Lagt fram bréf, dagsett 28. maí 2014, frá leikskólastjórum Sólborgar, Laufáss, Tjarnarbæjar og Grænagarðs þar sem óskað er eftir að fá að hafa leikskólana lokaða á aðfangadag og gamlársdag. Leikskóli Hjallastefnunnar, Eyrarskjól, er lokaður þessa daga. Einnig lagðar fram ályktanir frá foreldraráðum Laufáss og Sólborgar, ekki komu ályktanir frá öðrum foreldraráðum. Málið var áður á dagskrá á 345. fundi fræðslunefndar.
Fræðslunefnd samþykkir að leikskólarnir loki 24. og 31. desember og beinir því til bæjarráðs að skoða hvort að gefinn verði afsláttur í samræmi við aukalokun.

6.Skýrslur og áætlanir skóla, skólaárið 2013-2014 - 2013090015

Lagðar fram ársskýrslur Grunnskólans á Ísafirði, Grunnskólans á Suðureyri og Grunnskóla Önundarfjarðar.
Ársskýrsla Grunnskólans á Þingeyri er væntanleg í ágúst.
Lagt fram til kynningar.

7.Skýrslur og áætlanir skóla, skólaárið 2013-2014 - 2013090015

Lögð fram sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

8.Mennta- og menningarmálaráðuneyti - Ýmis erindi 2014 - 2014020049

Lögð er fram Hvítbók um umbætur í menntamálum, gefin út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í júní 2014.
Lagt fram til kynningar.

9.Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar. - 2010080057

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, þar sem kemur fram hvað er á ábyrgð fræðslunefndar í tengslum við atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar. Málið var áður á dagskrá á 345. fundi fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

10.Ósk um aukinn fjölda kennslustunda veturinn 2014-2015 - 2014060005

Lagt fram bréf, dagsett 2. júní 2014, frá Stefaníu Ásmundsdóttur, skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri, þar sem óskað er eftir frekari kennslu úthlutunartímum skólaárið 2014-2015, til þess að sinna nýjum nemendum enn frekar. Óskað er eftir að minnsta kosti 4 aukatímum. Málið var áður á dagskrá á 345. fundi fræðslunefndar.
Fræðslunefnd samþykkir 4 auka kennslu úthlutunartíma.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?