Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
453. fundur 25. maí 2023 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Þórarinn B. B. Gunnarsson varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Jóhannes Aðalbjörnsson, áheyrnarfulltrúi kennara í grunnskólum, og Kristbjörg Sunna Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda í grunnskólum, sátu fundinn í gegnum Teams.

Áheyrnafulltrúi fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda.



Finney Rakel Árnadóttir, formaður fræðslunefndar, leggur til að mál 2022120018 Almenningssamgöngur útboð 2023 verði tekið á dagskrá fræðslunefndar með afbrigðum.
Tillagan samþykkt samhljóða og verður þá málið 6. liður á dagskrá.

1.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054

Kynnt staða verkefnalistans.
Verkefnalisti lagður fram til kynningar.

2.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2022-2023 - 2022090068

Lögð fram starfsáætlun Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2022-2023.
Lagt fram til kynningar.

3.skóladagatal Grunnskóla í Ísafjarðarbæ fyrir skólaárið 2023-2024 - 2023030149

Lagt fram skóladagatal fyrir Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2023-2024.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.

4.Dvalartími barna í leikskólaum Ísafjarðarbæjar. - 2023050149

Lögð fram tillaga Finneyjar Rakelar Árnadóttur, formanns fræðslunefndar, dagsett 23.05.2023 um að fræðslunefnd skoði þróun leikskólastarfs til næstu ára.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skólasviðs að afla frekari upplýsinga frá þeim sveitafélögum sem hafa verið að endurskoða vistunartíma barna og leggja fyrir næsta fund fræðslunefndar.

5.Skóladagatal leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2023-2024 - 2023030106

Lögð fram skóladagatöl fyrir leikskólann Grænagarð Flateyri, leikskólann Tjarnarbæ Suðureyri og leikskólann Laufás Þingeyri fyrir skólaárið 2023-2024.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin.

6.Framúrskarandi skólaumhverfi - hvatningaverðlaun til skóla 2023 - 2023050007

Kynntar þær tilnefningar er bárust um framúrskarandi skólaumhverfi, hvatningarverðlaun til skóla. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar óskaði eftir ábendingum um framúrskarandi skólaumhverfi í Ísafjarðarbæ skólaárið 2022-2023. Ábendingarnar máttu koma úr skólasamfélaginu, frá foreldrum eða öðrum íbúum vegna verkefna eða annars sem hefur þótt áhugavert, verið hvetjandi, framúrstefnulegt og sjálfsprottið meðal starfsfólks og nemenda. Markmiðið er að vekja athygli á og veita viðurkenningu fyrir metnaðarfullt skóla- og frístundastarf.
Sviðsstjóra er falið að veita viðurkenningu til þess verkefnis sem þykir vera framúrskarandi.

7.Almenningssamgöngur útboð 2023 - 2022120018

Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis-og eignasviðs, og Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknistjóri, kynna hugmynd að skólaakstri.
Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna og verður málið tekið upp á ný á næsta fundi fræðslunefndar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?