Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
345. fundur 04. júní 2014 kl. 15:00 - 16:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Bjarnason aðalmaður
  • Hólmfríður Vala Svavarsdóttir aðalmaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættur áheyrnarfulltrúi fyrir leikskólamál: Svava Rán Valgeirsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra. Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra mætti ekki og enginn í hennar stað.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Árný Herbertsdóttir og Edda Graichen, fulltrúar kennara, Gunnhildur Björk Elíasd

1.Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar. - 2010080057

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, þar sem kemur fram hvað er á ábyrgð fræðslunefndar í tengslum við atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd frestar málinu til næsta fundar nefndarinnar.

2.Umsókn um styrk vegna heimsóknar erlendra gesta - 2013110021

Lagt fram skjal með umsögn pólskra gesta Grunnskólans á Ísafirði um dvöl þeirra hér á landi.
Lagt fram til kynningar.

3.Niðurstöður 2014 - 2014060001

Lögð fram skýrsla frá Rannsókn og greiningu um Hagi og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ. Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2014.
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að vinna að málinu áfram í samræmi við umræður á fundinum ásamt skólastjórum grunnskólanna.

4.Aðgengi fatlaðra - 2014050095

Lögð fram umsögn formanns MND félagsins eftir fund hans með unglingum og erindi nemenda í Grunnskólanum á Ísafirði á MND þingi, þar sem hann segir að líklega eiga Ísfirðingar efnilegustu og flottustu ungmenni á Íslandi og jafnvel þótt víðar væri leitað.
Lagt fram til kynningar.

5.Ósk um breytingu á reglum um nemendaheimsóknir. - 2014060002

Lagt fram bréf frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, þar sem óskað er eftir breytingum á reglum um nemendaheimsóknir í grunnskóla, óskað er eftir breytingum á 2. gr.
Fræðslunefnd samþykkir breytinguna á 2. gr.

6.Fréttabréf - 2012030049

Lagt fram maí-fréttabréf Grunnskólans á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

7.Ósk um aukinn fjölda kennslustunda veturinn 2014-2015 - 2014060005

Lagt fram bréf, dagsett 2. júní 2014, frá Stefaníu Ásmundsdóttur, skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri, þar sem óskað er eftir frekari kennsluúthlutunartímum skólaárið 2014-2015, til þess að sinna nýjum nemendum enn frekar. Óskað er eftir að minnsta kosti 4 aukatímum.
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að skoða málið betur með skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri.

8.Skóladagatal og áætlun fyrir skólaárið 2014-2015 - 2014060006

Lagt fram skóladagatal Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir skólaárið 2014-2015, og áætlun um stöðugildi við skólann.
Lagt fram til kynningar og fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatalið.

9.Úthlutun fjárframlaga til tónlistarskóla - 2013100054

Lagður fram samstarfssamningur Tónlistarskóla Ísafjarðar annarsvegar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar hinsvegar við Ísafjarðarbæ.
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að vinna áfram að málinu í samvinnu við skólastjóra skólanna.

10.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

11.Skóladagatöl 2014-2015 - 2014050094

Lögð fram skóladagatöl leikskólanna Sólborgar, Eyrarskjóls, Grænagarðs, Tjarnarbæjar og Laufáss fyrir skólaárið 2014-2015.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatölin.

12.Ósk um að hafa lokað 24. og 31. des. - 2014050104

Lagt fram bréf, dagsett 28. maí 2014, frá leikskólastjórum Sólborgar, Laufáss, Tjarnarbæjar og Grænagarðs þar sem óskað er eftir að fá að hafa leikskólana lokaða á aðfangadag og gamlársdag. Leikskóli Hjallastefnunnar, Eyrarskjól, er lokaður þessa daga.
Fræðslunefnd óskar eftir umsögn frá foreldraráðum leikskólanna og jafnframt að þetta verði kynnt fyrir öllum foreldrum með því að hengja upp auglýsingu í leikskólunum.

13.Skóladagatöl 2014-2015 - 2014040030

Lögð fram skóladagatöl fyrir Grunnskóla Önundarfjarðar, Grunnskólann á Suðureyri og Grunnskólann á Þingeyri fyrir skólaárið 2014-2015.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatölin.

14.Skýrslur og áætlanir skóla, skólaárið 2013-2014 - 2013090015

Lagðar fram skýrslur um innra mat í Grunnskólanum á Ísafirði og sjálfsmatsskýrsla Grunnskóla Önundarfjarðar.
Fræðslunefnd þakkar fyrir góðar skýrslur.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?