Fræðslunefnd

344. fundur 30. apríl 2014 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Benedikt Bjarnason aðalmaður
  • Hólmfríður Vala Svavarsdóttir aðalmaður
  • Magnús Reynir Guðmundsson varamaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Auður Helga Ólafsdóttir mætti ekki og mætti Magnús Reynir Guðmundsson í hennar stað.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Svava Rán Valgeirsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra og Sif Huld Albertsdóttir fulltrúi foreldra.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadó

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Úttekt á starfi leikskóla innan sveitarfélaga - 2012120019

Lögð fram umbótaáætlun frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra, og Jensínu Jensdóttur, aðstoðarleikskólastjóra leikskólans Sólborgar, þar sem þær gerðu grein fyrir þeim umbótum sem óskað var eftir í skýrslu um ytra mat leikskólans sem Námsmatsstofnun gerði haustið 2013. Einnig var lögð fram skýrslan um ytra mat á leikskólanum Sólborg. Skýrslan var áður lögð fyrir á 341. fundi.
Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með vel unna umbótaáætlun.

3.Skóladagatöl 2014-2015 - 2014040030

Lögð fram skóladagatöl Grunnskólans á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2014-2015.
Lagt fram til kynningar.

4.Fréttabréf grunnskóla 2013 - 2013020004

Lagt fram fréttabréf fyrir apríl frá Grunnskólanum á Ísafirði
Lagt fram til kynningar
5. Rætt var um eineltisáætlanir í gunnskólum Ísafjarðarbæjar eftir að Benedikt Bjarnason spurðist fyrir um þær.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?