Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
445. fundur 13. október 2022 kl. 08:15 - 08:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Þórarinn B. B. Gunnarsson varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Elísabet Samúelsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks, boðaði forföll. Enginn kom í hennar stað.

1.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054

Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
Lagt fram til kynningar.

2.Ársskýrsla Tónlistarskóla Ísafjarðar 2021-2022 - 2022100032

Lögð fram ársskýrsla Tónlistarskóla Ísafjarðar, fyrir skólaárið 2021-2022.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Albert Eiríksson aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar - mæting: 08:20
  • Bergþór Pálsson skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar - mæting: 08:20

3.Skóladagatal Tónlistarskóla Ísafjarðar skólaárið 2022-2023 - 2022100033

Lagt fram skóladagatal Tónlistarskólans á Ísafirði fyrir skólaárið 2022-2023.
Fræðslunefnd þakkar Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni, skólastjórnendum TÍ, fyrir góða yfirferð á starfsemi Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Nefndin samþykkir skóladagatal TÍ.

Gestir

  • Albert Eiríksson aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar - mæting: 08:20
  • Bergþór Pálsson skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar - mæting: 08:20

4.Skólaakstur í Skutulsfirði - 2022100030

Kynnt minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dagsett 10. október 2022, er varðar skólabílaakstur í Skutulsfirði. Lagt er til við fræðslunefnd að skólaakstur í Skutulsfirði verði endurskoðaður af öryggissjónarmiðum.
Fræðslunefnd samþykkir tillögur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs um endurskoðun á skólaakstri í Skutulsfirði.

5.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2022-2023 - 2022080078

Lögð fram starfsáætlun leikskólans Sólborgar á Ísafirði, fyrir skólaárið 2022-2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?