Fræðslunefnd
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Edda Graichen, fulltrúi kennara, og Gunnhildur Björk Elíasdóttir, fulltrúi foreldra. Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, boðaði forföll og mætti Snorri Sturluson í hennar stað.
1.Skýrslur og áætlanir skóla, skólaárið 2013-2014 - 2013090015
Lögð fram sjálfsmatsskýrsla frá Grunnskólanum á Suðureyri fyrir skólaárið 2013-2014, í skýrslunni er lögð áhersla á stjórnun og notkun búnaðar og námsumhverfis.
Lagt fram til kynningar.
2.Skýrslur og áætlanir skóla, skólaárið 2013-2014 - 2013090015
Lögð fram bráðabirgðaskýrsla frá Grunnskólanum á Ísafirði um nám og námsárangur. Skýrslan er byggð á þriggja ára niðurstöðum samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði. Skoðað er hlutfall framfara, raðeinkunnir og frávik frá landsmeðaltali.
Lagt fram til kynningar.
3.Fréttabréf grunnskóla 2013 - 2013020004
Lagr fram fréttabréf febrúarmánaðar frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
4.Niðurstöður PISA - 2014030005
Lögð fram skýrsla með helstu niðurstöðum PISA 2012, þar sem sjónum er beint að læsi nemenda á stærðfræði og náttúrufræði og lesskilning. Einnig eru lagðar fram niðurstöður nemenda Ísafjarðarbæjar í PISA 2012 bornar saman við Vestfirði og Ísland í heild.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum Skóla- og tómstundasviðs að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja síðan málið aftur fyrir fræðslunefnd.
5.Þriggja ára áætlun og fimm ára framkvæmdaáætlun - 2014020113
Rædd 5 ára áætlun í skólum sveitarfélagsins hvað varðar viðhald, fjárfestingar og þróun stöðugilda.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla - og tómstundasviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja síðan málið aftur fyrir fræðslunefnd.
Önnur mál:
6. 2014-01-0034 Lögð fram ályktun frá kennurum Grunnskólans á Ísafirði þar sem þau telja tölvumál skólans óviðundandi og ekki ítakt við það sem nútíma kennsluhættir krefjast.
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs upplýsti að hún og bæjarstjóri hafi farið á starfsmannafund og þessi mál ver
6. 2014-01-0034 Lögð fram ályktun frá kennurum Grunnskólans á Ísafirði þar sem þau telja tölvumál skólans óviðundandi og ekki ítakt við það sem nútíma kennsluhættir krefjast.
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs upplýsti að hún og bæjarstjóri hafi farið á starfsmannafund og þessi mál ver
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?