Fræðslunefnd
Dagskrá
Mættur áheyrnarfulltrúi fyrir tónlistarskólamál: Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. Mættur áheyrnarfulltrúi fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjóra. Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra, mætti ekki og enginn í hennar stað.
1.Úthlutunarlíkan og samstarfssamningur - 2013120028
Lögð fram umsögn frá Ingunni Ósk Sturludóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar, vegna samstarfssamnings Tónlistarskóla Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar. Málið var áður tekið fyrir á 340. fundi fræðslunefndar.
Sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs falið að senda drögin til nefndarmanna að loknum umræðum á fundinum.
2.Ósk um aukningu á afleysingu á Sólborg - 2014020101
Lagt fram bréf, dagsett 24. febrúar 2014, frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra leikskólans Sólborgar, þar sem óskað er eftir aukningu á stöðugildum um 0,875 við Sólborg.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundaviðs Ísafjarðarbæjar að koma með nánari upplýsingar og samanburð við aðra skóla á næsta fund nefndarinnar.
3.Greinargerð-Eyrarsól - 2014020109
Lögð fram greinargerð frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla-og sérkennslufulltrúa, um Eyrarsól, þar sem farið er yfir hvernig starfið hefur gengið fyrstu mánuðina.
Fræðslunefnd telur nauðsynlegt að reka Eyrarsól skólaárið 2014-2015, en ljóst er að miðað við núverandi aðstæður getur það aldrei orðið nema tímabundin lausn.
4.Úttekt á starfi leikskóla innan sveitarfélaga - 2012120019
Lögð fram skýrsla frá Námsmatsstofnun um niðurstöður á ytra mati sem framkvæmt var á leikskólanum Sólborg.
Skýrslan lögð fram til kynningar.
Önnur mál.
5. Skóla- og tómstundasvið, fimm ára áætlun. Nefndin áformar að halda vinnufund 5. mars n.k. vegna fimm ára áætlunar.
6. Starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að endurskoða fundartíma nefndarinnar.
7. Benedikt Bjarnason óskaði eftir að fá upplýsingar um samstarf á milli skóla sveita
5. Skóla- og tómstundasvið, fimm ára áætlun. Nefndin áformar að halda vinnufund 5. mars n.k. vegna fimm ára áætlunar.
6. Starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að endurskoða fundartíma nefndarinnar.
7. Benedikt Bjarnason óskaði eftir að fá upplýsingar um samstarf á milli skóla sveita
Fundi slitið - kl. 17:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?