Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
441. fundur 30. júní 2022 kl. 11:15 - 13:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Þórarinn B. B. Gunnarsson varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Margrét Jónasdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir leikskólamál:Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi stjórnenda.

1.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar. Jafnframt kynnir Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs skólasviðið fyrir nýrri fræðslunefnd og fer yfir siðareglur.
Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðun erindisbréfa - 2012110034

Lagt fram erindisbréf fyrir fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar.
Erindisbréf fyrir fræðslunefnd lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd samþykkir að Guðrún Birgisdóttir, skóla- og sérkennslufulltrúi verði ritari nefndarinnar og að fundir fræðslunefndar verði 2. og 4. fimmtudag í mánuði kl.8:15.

3.Sumarlokun leikskóla á Ísafirði - 2022060137

Lagt fyrir erindi Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, dags. 26. maí 2022 varðandi sumarlokun leikskóla á Ísafirði. Jafnframt lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 27. júní 2022.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skólasviðs að taka saman gögn og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar

Gestir

  • Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - mæting: 11:40

4.Skóladagatal leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2022-2023 - 2022030146

Lögð fram skóladagatöl fyrir leikskólann Sólborg Ísafirði, leikskólann Eyrarskjól á Ísafirði og leikskólann Laufás á Þingeyri.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirlögð skóladagatöl með fyrirvara um sumarlokun 2023.

5.Dvalarsamningur leikskóla í Ísafjarðarbæ - 2022060044

Lagður fram til kynningar dvalarsamningur leikskóla Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

6.Skólapúlsinn 2022_ foreldrakönnun leikskólar - 2022040013

Kynntar niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins 2022 á leikskólanum Tjarnarbæ á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar.

7.Ytra mat á leikskólanum Laufási Þingeyri og leikskólanum Grænagarði Flateyri framkvæmt af Menntamálastofn 2019 - 2019070016

Lögð fram framvinduskýrsla leikskólans Laufáss á Þingeyri til mennta- og menningamálaráðuneytisins, vegna ytra mats sem framkvæmt var í skólunum vorið 2019.
Lagt fram til kynningar.

8.Staða leikskólamála við Skutulsfjörð 2022 - 2022040041

Lagt fram til kynningar minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa um 2022, varðandi stöðuna á leikskólamálum á Ísafirði.
Fræðslunefnd felur sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs að ræða við sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs til frekari þarfa- og kostnaðargreiningar.

9.Ósk um aukið starfshlutfall frá grunnskólanum á Suðureyri - 2020050038

Lögð fram beiðni Hrannar Garðarsdóttur skólastjóra grunnskólans á Suðureyrir, um að skólinn fái að halda auka kennsluúthlutun upp á 7 kennslustundir fyrir sérstök úrræði næstkomandi skólaár til að halda áfram með yndislestur á morgnanna, áður en hefðbundin kennsla hefst. Með þessari þróunnarvinnu er unnið markvisst að því að efla leshraða, lesskilning og orðaforða nemenda.
Fræðslunefnd samþykkir að grunnskólinn á Suðureyri haldi verkefninu áfram.

10.Skóladagatal grunnskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2022-2023 - 2022040077

Lögð fram skóladagatöl fyrir grunnskólann á Suðureyri og grunnskólann á Þingeyri fyrir skólaárið 2022-2023.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirlögð skóladagatöl.

11.Framúrskarandi skólaumhverfi - hvatningaverðlaun til skóla - 2021060029

Kynntar tilnefningar er bárust um framúrskarandi skólaumhverfi, hvatningarverðlaun til skóla. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar óskaði eftir ábendingum um framúrskarandi skólaumhverfi í leikskólum, grunnskólum og dægradvöl Ísafjarðarbæjar skólaárið 2021-2022. Ábendingarnar máttu koma úr skólasamfélaginu, frá foreldrum eða öðrum íbúum vegna verkefna eða annars sem hefur þótt áhugavert, verið hvetjandi, framúrstefnulegt og sjálfsprottið meðal starfsfólks og nemenda. Markmiðið er að vekja athygli á og veita viðurkenningu fyrir metnaðarfullt skóla- og frístundastarf. Kynntar þær ábendingar sem bárust til skóla- og tómstundasviðs.
Sviðsstjóra er falið að veita viðurkenningu til þess verkefnis, sem þykir vera framúrskarandi.

Fundi slitið - kl. 13:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?