Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
439. fundur 13. apríl 2022 kl. 08:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Finney Rakel Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Óskað var eftir að taka tvö mál með afbrigðum inn á dagskrá fundarins. mál númer 2022030097 og mál númer 2022040041. Það var samþykkt.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2022 - 2020090032

Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
Kynnt staða verkefna á verkefnalista.

2.Stækkun Grunnskólans á Ísafirði - 2022040030

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 11. apríl 2022 varðandi húsnæðismál Grunnskólans á Ísafirði. Þar er lagt til að gerð verði þarfagreining fyrir grunnskólann með hliðsjón af íbúaþróun í sveitarfélaginu.
Fræðslunefnd samþykkir að gerð verði þarfagreining fyrir grunnskólann á Ísafirði með hliðsjón af íbúaþróun í sveitafélaginu.

3.Beiðni um aukningu á stöðugildum vegna sérkennslu á leikskólanum Eyrarskjóli 2022 - 2022040012

Lagt fram til kynningar minnisblað skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 5. apríl 2022, er varðar beiðni sérkennslustjóra leikskólans Eyrarskjóls um aukningu á stöðugildum vegna sérkennslu í leikskólanum.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu skóla- og tómstundasviðs þar sem ekki þarf viðauka í verkefnið.

4.þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi - 2021030021

Lagt fram minnisblað skóla- og sérkennslufulltrúa dagsett 7. apríl 2022 er varðar verkáætlun leikskólanna í Ísafjarðarbæ að nýrri handbók um snemmtæka íhlutun. Þar er lagt til að bætt verði við einum skipulagsdegi til að vinna að handbók og verkferlum.
Fræðslunefnd samþykkir að leikskólar Ísafjarðarbæjar fái auka skipulagsdag að hausti 2022, til að sinna þróunarverkefninu snemmtæk íhlutun málþroski og læsi.

5.Skólapúlsinn 2022_ foreldrakönnun leikskólar - 2022040013

Kynntar niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins 2022 á leikskólanum Sólborg Ísafirði, Leikskólanum Grænagarði Flateyri og leikskólanum Eyrarskjóli Ísafirði. Einnig eru kynntar umbótaáætlanir leikskólans Grænagarðs á Flateyri og leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

6.Ytra mat á GÍ 2021 - 2022030097

Rædd fyrirspurn frá Finney Rakel Árnadóttur nefndarmanni í fræðslunefnd, vegna ytra mats sem gert var við Grunnskólann á Ísafirði.
Umbótaáætlun grunnskólans á Ísafirði hefur verið birt á heimasíðu skólans, Menntamálstofnun ásamt fræðslunefnd hefur eftirlitsskyldu með framgangi umbótaáætlana leik- og grunnskóla og mun fylgjast með framvindu málsins.

7.Staða leikskólamála við Skutulsfjörð 2022 - 2022040041

Jónas Þór Birgisson nefndarmaður fræðslunefndar óskar eftir að staða leikskólamála við Skutulsfjörð vor 2022 verði rædd.
Staðan í leikskólunum í dag er að öll leikskólapláss eru fullnýtt og verður því ekki hægt að bjóða börnum vistun fyrr en eftir sumarleyfi. Send verða út boð um leikskólavist til foreldra í maí með nánari upplýsingum um aðlögunardag.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?