Fræðslunefnd

438. fundur 24. mars 2022 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Finney Rakel Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Kristján Þór Kristjánsson boðaði forföll og kom enginn í hans stað.

1.Erindi frá skólastjóra grunnskóla Önundarfjarðar til fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar og sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - 2022020027

Erindi var frestað á síðasta fundi fræðslunefndar og er nú tekið upp að nýju þar sem umbeðnar upplýsingar frá SÍS hafa borist.
Fræðslunefnd samþykkir að Grunnskóli Önundarfjarðar fái undanþágu frá reglum um nemendaheimsóknir í grunnskólum Ísafjarðarbæjar vegna barna kennara við Lýðskólann í allt að 2 vikur á skólaári.

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga til að beita sér fyrir því að reglur varðandi nemendaheimsóknir barna í grunnskóla, vegna fjarvinnu foreldra þeirra, verði samræmdar á landsvísu.

2.Reglur um röskun á skóla- og frístundastarfi - 2022020030

Lagt fram bréf Díönu Jóhannsdóttur þar sem hún óskar eftir að nýsettar reglur um röskun á skólastarfi verði yfirfarnar á ný og verklag byggt á þeim endurskoðað.
Fræðslunefnd þakkar fyrir erindið og felur sviðsstjóra að svara bréfritara í takt við umræður á fundinum.

3.Ytra mat á GÍ 2021 - 2022030097

Á haustönn 2021 gerði Menntamálastofnun ytra mat á Grunnskólanum á Ísafirði. Lögð fram skýrsla sem gerir grein fyrir niðurstöðum matsins. Skólastjórnendur GÍ eru byrjaðir að vinna að umbótaætlun.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?