Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2022 - 2020090032
Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
2.Orðsending frá mennta- og barnamálaráðherra vegna samræmdra könnunarprófa 2022.. - 2022030043
Lagt fram til kynningar bréf frá Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, dagsett 22. febrúar 2022, en engin samræmd könnunarpróf verða lögð fyrir nemendur í grunnskóla á árinu 2022.
Lagt fram til kynningar.
3.Beiðni um styrk til rekstrar Gróanda - 2022020018
Lagt fram erindi Hildar Dagbjartar Arnardóttur, f.h. Gróanda, dagsett 2. febrúar 2022 um styrk til rekstur Gróanda auk þróunarstarfs í kennslu á umhverfismálum og ræktun. Á 1186. fundi bæjarráðs, þann 7. febrúar 2022, var málinu vísað til fræðslunefndar til umsagnar.
Fræðslunefnd telur verkefnið áhugavert og telur ákvörðun um þátttöku og kostnað liggja hjá skólastjórnendum.
4.Lestrarvísir grunskólanna í Ísafjarðarbæ - 2022030042
Lagður fram til kynningar nýr lestrarvísir í grunnskólaum Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd líst vel á verkefnið.
5.Ytra mat á grunnskólanum á Þingeyri og grunnskóla Önundarfjarðar 2019 - 2019070017
Lögð fram greinagerð Kristbjargar Sunnu Reynisdóttur skólastjóra grunnskóla Önundarfjarðar vegna ytra mats sem gert var í grunnskólanum vorið 2019.
Lagt fram til kynningar.
6.Ytra mat á leikskólanum Laufási Þingeyri og leikskólanum Grænagarði Flateyri framkvæmt af Menntamálastofn 2019 - 2019070016
Lögð fram greinagerð Sigríðar Önnu Emilsdóttur, leikskólastjóra Grænagarðs, vegna umbótaáætlunar ytra mats sem gert var í leikskólanum vorið 2019.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Áheyrnarfulltrúi vegna grunnskólamála; Edda Björg Magnúsdóttir, fulltrúi kennara.