Fræðslunefnd

435. fundur 27. janúar 2022 kl. 08:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Finney Rakel Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2022 - 2020090032

Kynnt staða verkefna á verkefnalistanum.
Kynnt staða verkefna á verkefnalistanum.

2.Starfsáætlanir og ársskýrslur leikskóla skólaárið 2021-2022 - 2021110050

Lagðar fram starfsáætlanir fyrir skólaárið 2021-2022, fyrir leikskólann Eyrarskjól Ísafirði, leikskólann Sólborg ísafirði, leikskólann Tjarnarbæ Suðureyri og leikskólann Grænagarð Flateyri.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóladagatöl leikskóla skólaárið 2021-2022 - 2021040011

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar breytingar á skóladagatali leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2021-2022. Færa þarf skipulagsdaga til og sameina þar sem Menntamálastofnun í samstarfi við Ásthildi Bj. Snorradóttur talmeinafræðing og Halldóru Guðlaugu Helgadóttur verkefnastjóra, bauð leikskólum Ísafjarðarbæjar að taka þátt í þróunarverkefninu Snemmbær stuðningur í leikskóla með áherslu á málþroska og læsi.
Lagt fram til kynningar.

4.Fáliðunaráætlun leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2022010103

Lögð fram til kynningar drög að reglum er snúa að viðbragðsáætlun í leikskólum Ísafjarðarbæjar, ef til fáliðunar kemur í leikskólum.
Fræðslunefnd samþykkir nýjar reglur um viðbragðsáætlun í leikskólum Ísafjarðarbæjar.

5.Ráðning leikskólastjóra við leikskólann Laufás á Þingeyri - 2022010104

Kynnt ráðning nýs leikskólastjóra við leikskólann Laufás á Þingeyri.
Lagt fram til kynningar.

6.Ytra mat á leikskólanum Eyrarskjóli framkvæmt af Menntamálastofn 2022 - 2022010122

Kynnt bréf frá Menntamálastofnun er varðar ytra mat á leikskólum. Ísafjarðarbær sótti um ytra mat fyrir þrjá leikskóla í Ísafjarðarbæ, Sólborg á Ísafirði, Tjarnarbæ á Suðureyri og Eyrarskjól á Ísafirði. En leikskólarnir Laufás á Þingeyri og Grænigarður á Flateyri voru teknir í ytra mat 2019. Menntamálastofnun hefur ákveðið að fram fari ytra mat á starfsemi leikskólans Eyrarskjóls árið 2022. Markmið ytra mats er að leggja mat á starfsemi leikskólans með hliðsjón af gildandi lögum um leikskóla, reglugerðum og aðalnámskrá. Enn fremur að vera skólum hvati til frekari skólaþróunar, styðja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi og efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?