Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
339. fundur 18. desember 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Bjarnason aðalmaður
  • Hólmfríður Vala Svavarsdóttir aðalmaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættur áheyrnarfulltrúi fyrir tónlistarskólamál: Hulda Bragadóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Elfar Reynisson og Edda Graichen, fulltrúar kennara. Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, og Gunnhildur Björk Elíasdótti

1.Úthlutunarlíkan og samstarfssamningur - 2013120028

Lagt fram úthlutunarlíkan á kennslustundum og stöðugildum fyrir Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Sviðsstjóra skóla - og tómstundasviðs falið að vinna áfram að málinu.

2.Umsókn um styrk vegna heimsóknar erlendra gesta - 2013110021

Lagt fram bréf, ódagsett, þar sem gerð er grein fyrir kostnaði vegna heimsóknar til GÍ 22.-26. apríl 2014. Málið var áður tekið fyrir á 338. fundi fræðslunefndar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að styrkumsóknin verði samþykkt.

3.Eyrarskjól-Hjallastefnan - 2013120025

Lagt fram bréf, dagsett 4. desember 2013, frá Guðríði Guðmundsdóttur, leikskólastjóra Eyrarskjóls, þar sem óskað er eftir að Eyrarskjól muni annaðhvort starfa í anda Hjallastefnunnar eða fara alla leið og að Hjallastefnan ehf. taki við rekstri skólans.
Fræðslunefnd leggur til að skoðað verði að Hjallastefnan ehf. taki við rekstri Eyrarskjóls.

4.Foreldrakönnun 2013 - 2013120026

Lagðar fram niðurstöður úr könnun sem lögð var fyrir foreldra barna í leikskólunum Sólborg og Eyrarskjóli í nóvember 2013.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun 2014 - 2013060033

Lagt fram bréf, dagsett 16. desember 2013 frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, þar sem rætt er um aukagjald sem leikskólastjórar hafa verið að setja á ef foreldrar eru ekki að virða vistunartíma barnsins ítrekað. Gjaldið er núna 1.484 kr. á mánuði.
Fræðslunefnd leggur til að að gjaldið verði 1.000 kr. og lagt á í hvert sinn sem vistunartíminn er ekki virtur.
6. 2013090040 Ósk um að ráða starfsmann á Eyrarskjól. Málið var áður á dagskrá á 336. fundi fræðslunefndar og þá var samþykkt að að Eyrarskjól fengi 0,75 stöðugildi og átti að endurskoða ákvörðunina um áramót.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, fór yfir málið aftur og legg

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?