Fræðslunefnd

339. fundur 18. desember 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Bjarnason aðalmaður
  • Hólmfríður Vala Svavarsdóttir aðalmaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættur áheyrnarfulltrúi fyrir tónlistarskólamál: Hulda Bragadóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Elfar Reynisson og Edda Graichen, fulltrúar kennara. Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, og Gunnhildur Björk Elíasdótti

1.Úthlutunarlíkan og samstarfssamningur - 2013120028

Lagt fram úthlutunarlíkan á kennslustundum og stöðugildum fyrir Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Sviðsstjóra skóla - og tómstundasviðs falið að vinna áfram að málinu.

2.Umsókn um styrk vegna heimsóknar erlendra gesta - 2013110021

Lagt fram bréf, ódagsett, þar sem gerð er grein fyrir kostnaði vegna heimsóknar til GÍ 22.-26. apríl 2014. Málið var áður tekið fyrir á 338. fundi fræðslunefndar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að styrkumsóknin verði samþykkt.

3.Eyrarskjól-Hjallastefnan - 2013120025

Lagt fram bréf, dagsett 4. desember 2013, frá Guðríði Guðmundsdóttur, leikskólastjóra Eyrarskjóls, þar sem óskað er eftir að Eyrarskjól muni annaðhvort starfa í anda Hjallastefnunnar eða fara alla leið og að Hjallastefnan ehf. taki við rekstri skólans.
Fræðslunefnd leggur til að skoðað verði að Hjallastefnan ehf. taki við rekstri Eyrarskjóls.

4.Foreldrakönnun 2013 - 2013120026

Lagðar fram niðurstöður úr könnun sem lögð var fyrir foreldra barna í leikskólunum Sólborg og Eyrarskjóli í nóvember 2013.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun 2014 - 2013060033

Lagt fram bréf, dagsett 16. desember 2013 frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, þar sem rætt er um aukagjald sem leikskólastjórar hafa verið að setja á ef foreldrar eru ekki að virða vistunartíma barnsins ítrekað. Gjaldið er núna 1.484 kr. á mánuði.
Fræðslunefnd leggur til að að gjaldið verði 1.000 kr. og lagt á í hvert sinn sem vistunartíminn er ekki virtur.
6. 2013090040 Ósk um að ráða starfsmann á Eyrarskjól. Málið var áður á dagskrá á 336. fundi fræðslunefndar og þá var samþykkt að að Eyrarskjól fengi 0,75 stöðugildi og átti að endurskoða ákvörðunina um áramót.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, fór yfir málið aftur og legg

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?